Verðandi eiginmaður leikmanns Þróttar fékk nýjan fjórtán milljarða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 13:31 T.J. Watt er lykilmaður hjá liði Pittsburgh Steelers. AP/Adrian Kraus T.J. Watt var mættur í slaginn með Pittsburgh Steelers liðinu í ameríska fótboltanum um helgina en hann gekk frá nýjum samningi í síðustu viku. Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Sjá meira