Þjóðgarður í landi tækifæranna Vilhjálmur Árnason skrifar 10. september 2021 11:31 Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun