Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2021 21:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“ Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“
Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira