44 ára gamall Brady hefur titilvörnina á sínu 22. tímabili í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:45 Brady og félagar fá Dallas Cowboys í heimsókn í nótt. Douglas P. DeFelice/Getty Images Tom Brady mun leiða NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers sem hefja titilvörn sína gegn Dallas Cowboys er nýtt tímabil vestanhafs hefst í kvöld. Brady hefur þar með sína 22. leiktíð í NFL-deildinni. Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira