Oddvitaáskorunin: Kom á óvart hve fjölbreytt og skemmtilegt þingstarfið er Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2021 21:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helga Vala Helgadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður í kosningunum. „Ég heiti Helga Vala er fædd og uppalin í miðborg Reykjavíkur. Ég gekk í Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifaðist svo úr Leiklistarskóla Íslands 1998. Eftir störf hér og þar, í leiklist, fjölmiðlum, á meðferðarheimili fyrir unglinga, veitingageiranum og við kennslu í leiklist hóf ég nám við Lagadeild Háskólans í Reykjavík og lauk þar meistaragráðu árið 2011. Opnaði ég sama ár lögmannsstofuna Völvu í félagi við aðra lögmenn og starfaði sem lögmaður auk þess sem ég kenndi stjórnskipunarrétt fram að því sem ég settist á þing árið 2017. Loks var ég fram að þingmennsku umboðsmaður hinnar frábæru hljómsveitar Mammút.“ „Það kom mér helst á óvart við að setjast á þing hversu fjölbreytt og skemmtilegt þetta starf er. Ég hef lært alveg ótrúlega mikið á þessum fjórum árum sem liðin eru og hlakka mikið til áframhaldandi starfa nái ég kjöri. Ég hef verið heppin með verkefni, fengið að bera ríka ábyrgð sem formaður fastanefnda Alþingis, fyrst stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og svo Velferðarnefndar þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og fyrir það er ég þakklát. Vinnan í Covidfaraldri var auðvitað gríðarleg í Velferðarnefnd en sú nefnd hefur á sínu borði hvort tveggja heilbrigðismál sem og velferðarmál með atvinnuleysis og almannatryggingakerfið allt undir. Þá var ég líka í þingmannanefnd um málefni barna og gat þar nýtt vel þekkingu mína af málaflokknum frá lögmennskuárunum. Þegar ég starfaði sem lögmaður fékkst ég mest við ýmis réttindamál einstaklinga, var réttargæslumaður brotaþola í kynferðis- og heimilisofbeldismálum, annaðist réttargæslu fólks af erlendum uppruna sem ýmist var hér í leit að alþjóðlegri vernd sem og bara að sækja um leyfi til dvalar, var töluvert í fjölskyldumálum og hefur þetta ásamt menntun minni og fyrri reynslu hefur gagnast mér mjög mikið í störfum mínum á þingi. Ég er gift Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Geðhjálpar og bassaleikara og eigum við samtals fjögur börn, Snærós, Emil, Ástu Júlíu og Arnald, fjögur barnabörn, Blævi, Kára, Urði Völu og Tíbrá og ævintýraköttinn og mannvininn Júrí. Ég er mikil fjölskyldukona og samvera við mína ítölsku stórfjölskyldu það besta sem ég veit.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Helga Vala Helgadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Vestfirðir í allri sinni dýrð eru að mínu mati fallegasti staður á Íslandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Kaffi, peps, tromp. Uppáhalds bók? Fer algjörlega eftir líðan minni þá og þá stundina. Akkúrat núna vil ég nefna Leitina að tilgangi lífsins eftir Viktor Frankl. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín engan vegin fyrir að hafa gaman af allskonar tónlist. Tónlist er lífið! Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á stórbolungarvíkursvæðinu. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Lagði parket, smíðaði skápa og lærði pínulítið að lifa af þeirri áþján að fara út skokka. Hvað tekur þú í bekk? 60kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Akkúrat núna væri ég til í að starfa við að ferðast um heiminn og heimsækja lítil þorp. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Heimurinn er ævintýri, leyfðu þínu fólki að upplifa frelsið og margbreytileikann. Uppáhalds tónlistarmaður? Ellen Kristjáns, John Grant og Sufjan Stevens, Mugison, Neil Young, Emiliana Torrini, Nick Cave og og og. Besti fimmaurabrandarinn? Einu sinni voru tveir tómatar á gangi yfir götu.... Ein sterkasta minningin úr æsku? Óteljandi minningar streyma fram, nefni hér minningar úr Þjóðleikhúsinu þar sem ég dundaði mér við að spjalla við konurnar á saumastofunni og í sminkinu á milli þess sem ég horfði á æfingar og leitaði að dóti sem áhorfendur höfðu misst úr vösum á milli bekkjanna í stóra salnum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Lít til seiglu og baráttukrafts Jóhönnu Sigurðardóttur og persónutöfra og hugrekkis Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Besta íslenska Eurovision-lagið? Hatrið mun sigra með Hatara. Besta frí sem þú hefur farið í? Er alveg vonlaus í svona besta og versta en langsamlega besta sumarfríið á þessu ári var dásemdarfrí á Grikklandi. Uppáhalds þynnkumatur? Vantar alla fagmennsku í þessum málum en veit þó að það er ekkert gagn í banana og kaffi. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni alveg að gosi en oftar í nágrenni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Klárlega kyntáknin í heita pottinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Uppáhalds uppátækin voru sko fjölmörg en sérstakasta uppátækið var klárlega að hætta í skólanum í miðjum stúdentsprófum þegar ég komst inn í Leiklistarskólann. Rómantískasta uppátækið? Að stinga af... Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður í kosningunum. „Ég heiti Helga Vala er fædd og uppalin í miðborg Reykjavíkur. Ég gekk í Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifaðist svo úr Leiklistarskóla Íslands 1998. Eftir störf hér og þar, í leiklist, fjölmiðlum, á meðferðarheimili fyrir unglinga, veitingageiranum og við kennslu í leiklist hóf ég nám við Lagadeild Háskólans í Reykjavík og lauk þar meistaragráðu árið 2011. Opnaði ég sama ár lögmannsstofuna Völvu í félagi við aðra lögmenn og starfaði sem lögmaður auk þess sem ég kenndi stjórnskipunarrétt fram að því sem ég settist á þing árið 2017. Loks var ég fram að þingmennsku umboðsmaður hinnar frábæru hljómsveitar Mammút.“ „Það kom mér helst á óvart við að setjast á þing hversu fjölbreytt og skemmtilegt þetta starf er. Ég hef lært alveg ótrúlega mikið á þessum fjórum árum sem liðin eru og hlakka mikið til áframhaldandi starfa nái ég kjöri. Ég hef verið heppin með verkefni, fengið að bera ríka ábyrgð sem formaður fastanefnda Alþingis, fyrst stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og svo Velferðarnefndar þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og fyrir það er ég þakklát. Vinnan í Covidfaraldri var auðvitað gríðarleg í Velferðarnefnd en sú nefnd hefur á sínu borði hvort tveggja heilbrigðismál sem og velferðarmál með atvinnuleysis og almannatryggingakerfið allt undir. Þá var ég líka í þingmannanefnd um málefni barna og gat þar nýtt vel þekkingu mína af málaflokknum frá lögmennskuárunum. Þegar ég starfaði sem lögmaður fékkst ég mest við ýmis réttindamál einstaklinga, var réttargæslumaður brotaþola í kynferðis- og heimilisofbeldismálum, annaðist réttargæslu fólks af erlendum uppruna sem ýmist var hér í leit að alþjóðlegri vernd sem og bara að sækja um leyfi til dvalar, var töluvert í fjölskyldumálum og hefur þetta ásamt menntun minni og fyrri reynslu hefur gagnast mér mjög mikið í störfum mínum á þingi. Ég er gift Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Geðhjálpar og bassaleikara og eigum við samtals fjögur börn, Snærós, Emil, Ástu Júlíu og Arnald, fjögur barnabörn, Blævi, Kára, Urði Völu og Tíbrá og ævintýraköttinn og mannvininn Júrí. Ég er mikil fjölskyldukona og samvera við mína ítölsku stórfjölskyldu það besta sem ég veit.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Helga Vala Helgadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Vestfirðir í allri sinni dýrð eru að mínu mati fallegasti staður á Íslandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Kaffi, peps, tromp. Uppáhalds bók? Fer algjörlega eftir líðan minni þá og þá stundina. Akkúrat núna vil ég nefna Leitina að tilgangi lífsins eftir Viktor Frankl. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín engan vegin fyrir að hafa gaman af allskonar tónlist. Tónlist er lífið! Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á stórbolungarvíkursvæðinu. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Lagði parket, smíðaði skápa og lærði pínulítið að lifa af þeirri áþján að fara út skokka. Hvað tekur þú í bekk? 60kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Akkúrat núna væri ég til í að starfa við að ferðast um heiminn og heimsækja lítil þorp. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Heimurinn er ævintýri, leyfðu þínu fólki að upplifa frelsið og margbreytileikann. Uppáhalds tónlistarmaður? Ellen Kristjáns, John Grant og Sufjan Stevens, Mugison, Neil Young, Emiliana Torrini, Nick Cave og og og. Besti fimmaurabrandarinn? Einu sinni voru tveir tómatar á gangi yfir götu.... Ein sterkasta minningin úr æsku? Óteljandi minningar streyma fram, nefni hér minningar úr Þjóðleikhúsinu þar sem ég dundaði mér við að spjalla við konurnar á saumastofunni og í sminkinu á milli þess sem ég horfði á æfingar og leitaði að dóti sem áhorfendur höfðu misst úr vösum á milli bekkjanna í stóra salnum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Lít til seiglu og baráttukrafts Jóhönnu Sigurðardóttur og persónutöfra og hugrekkis Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Besta íslenska Eurovision-lagið? Hatrið mun sigra með Hatara. Besta frí sem þú hefur farið í? Er alveg vonlaus í svona besta og versta en langsamlega besta sumarfríið á þessu ári var dásemdarfrí á Grikklandi. Uppáhalds þynnkumatur? Vantar alla fagmennsku í þessum málum en veit þó að það er ekkert gagn í banana og kaffi. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni alveg að gosi en oftar í nágrenni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Klárlega kyntáknin í heita pottinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Uppáhalds uppátækin voru sko fjölmörg en sérstakasta uppátækið var klárlega að hætta í skólanum í miðjum stúdentsprófum þegar ég komst inn í Leiklistarskólann. Rómantískasta uppátækið? Að stinga af...
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira