Engin myndbandsdómgæsla í úrvalsdeild kvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 16:01 Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Catherine Ivill/Getty Images Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu tekna upp í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Englandi eftir umdeild mark Arsenal í 3-2 sigri gegn hennar liði um liðna helgi. Enska úrvalsdeildin hófst á stórleik Chelsea og Arsenal. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistarar Chelsea lutu í gras, lokatölur 3-2 Arsenal í vil. Hayes var ekki sátt með markið sem Beth Mead skoraði fyrir Arsenal í leiknum og taldi að það hefði ekki fengið að standa ef myndbandsdómgæsla, VAR, væri notuð í úrvalsdeild kvenna líkt og úrvalsdeild karla á Englandi. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið ekki á þeim buxunum að setja upp samskonar kerfi og þekkist karla megin. Hayes finnst það skrítið sökum þess að umfjöllun um deildina hefur aldrei verið meiri. „Með því að setja leikina okkar á Sky fær það fólk til að spyrja sig af hverju það er ekki VAR á þessum leikjum. Við erum að gera lítið úr leiknum okkar.“ „Við erum orðin vön VAR og marklínutækni, að það sé ekki til staðar í kvennaboltanum lætur mér líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegn,“ sagði Hayes í viðtali eftir leik. There are no plans for the introduction of VAR in the Women's Super League despite criticism from Chelsea boss Emma Hayes.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2021 Ástæðan sem gefin er fyrir því að ekki sé hægt að setja upp VAR í úrvalsdeild kvenna sé sú að þar spili liðin flest á heimavöllum karlaliða sem eru í National-deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Þar sé einfaldlega ekki aðstaða til að setja VAR upp. Samkvæmt Sky telja félögin og deildin sjálf að kostnaður við uppsetningu VAR of mikill á þessu stigi þróunar kvennaboltans í Englandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hófst á stórleik Chelsea og Arsenal. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistarar Chelsea lutu í gras, lokatölur 3-2 Arsenal í vil. Hayes var ekki sátt með markið sem Beth Mead skoraði fyrir Arsenal í leiknum og taldi að það hefði ekki fengið að standa ef myndbandsdómgæsla, VAR, væri notuð í úrvalsdeild kvenna líkt og úrvalsdeild karla á Englandi. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið ekki á þeim buxunum að setja upp samskonar kerfi og þekkist karla megin. Hayes finnst það skrítið sökum þess að umfjöllun um deildina hefur aldrei verið meiri. „Með því að setja leikina okkar á Sky fær það fólk til að spyrja sig af hverju það er ekki VAR á þessum leikjum. Við erum að gera lítið úr leiknum okkar.“ „Við erum orðin vön VAR og marklínutækni, að það sé ekki til staðar í kvennaboltanum lætur mér líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegn,“ sagði Hayes í viðtali eftir leik. There are no plans for the introduction of VAR in the Women's Super League despite criticism from Chelsea boss Emma Hayes.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2021 Ástæðan sem gefin er fyrir því að ekki sé hægt að setja upp VAR í úrvalsdeild kvenna sé sú að þar spili liðin flest á heimavöllum karlaliða sem eru í National-deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Þar sé einfaldlega ekki aðstaða til að setja VAR upp. Samkvæmt Sky telja félögin og deildin sjálf að kostnaður við uppsetningu VAR of mikill á þessu stigi þróunar kvennaboltans í Englandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira