Þurfti að stöðva viðtal vegna umferðarlagabrots fyrir framan nefið á lögreglu Snorri Másson skrifar 6. september 2021 20:16 Hæ, þetta er göngugata, segir skiltið. En það er ekki alveg að skila sér. Stöð 2/Egill Það ríkir ákveðið stjórnleysi á göngugötunni á Laugavegi á milli Klapparstígs og Frakkastígs. Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Þrátt fyrir þessar reglur falla langflestir ökumenn á kaflanum ekki undir þessa flokka. Og þeir streyma í stríðum straumum upp og niður götuna. Ökumennirnir eru mest megnis venjulegt fólk sem fattar ekki að það megi (alls) ekki aka niður þennan kafla og ekki aka upp hann nema í vöruflutningum á sérstökum tíma. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástandið hvimleitt en segir að á meðan einhvers konar hliði sé ekki komið fyrir við götuna, sé engin önnur lausn á vandanum en stanslaus fræðsla. Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri. Lögregla þarf að hafa stöðugt eftirlit með göngugötunni á Laugavegi, af því að fæstir skilja reglurnar, og ótækt er að loka götunni alveg.Stöð 2/Egill Umferðarmerki eru til staðar en ljóst er að þau fanga ekki athygli allra. Borgaryfirvöld hafa veigrað sér við að loka götunni alveg vegna aðgengismála. Niðurstaðan er þvílíkt vandræðaástand á þessum tvennum gatnamótum að fréttastofa gat vart klárað viðtal við lögregluþjóninn án þess að ökumenn reyndu, vafalítið í flestum tilvikum í góðri trú, að keyra inn á göngugötuna. Í myndbandi hér að ofan má fylgjast með því þegar Árni þarf að grípa inn í. Sektin sem lögregla beitir vegna aksturs um götuna nemur 20.000 krónum og hafa tugir ökumanna þurft að draga upp veskið af þeim sökum frá því að kaflinn varð varanleg göngugata hér um árið. Umferð Umferðaröryggi Göngugötur Tengdar fréttir Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Þrátt fyrir þessar reglur falla langflestir ökumenn á kaflanum ekki undir þessa flokka. Og þeir streyma í stríðum straumum upp og niður götuna. Ökumennirnir eru mest megnis venjulegt fólk sem fattar ekki að það megi (alls) ekki aka niður þennan kafla og ekki aka upp hann nema í vöruflutningum á sérstökum tíma. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástandið hvimleitt en segir að á meðan einhvers konar hliði sé ekki komið fyrir við götuna, sé engin önnur lausn á vandanum en stanslaus fræðsla. Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri. Lögregla þarf að hafa stöðugt eftirlit með göngugötunni á Laugavegi, af því að fæstir skilja reglurnar, og ótækt er að loka götunni alveg.Stöð 2/Egill Umferðarmerki eru til staðar en ljóst er að þau fanga ekki athygli allra. Borgaryfirvöld hafa veigrað sér við að loka götunni alveg vegna aðgengismála. Niðurstaðan er þvílíkt vandræðaástand á þessum tvennum gatnamótum að fréttastofa gat vart klárað viðtal við lögregluþjóninn án þess að ökumenn reyndu, vafalítið í flestum tilvikum í góðri trú, að keyra inn á göngugötuna. Í myndbandi hér að ofan má fylgjast með því þegar Árni þarf að grípa inn í. Sektin sem lögregla beitir vegna aksturs um götuna nemur 20.000 krónum og hafa tugir ökumanna þurft að draga upp veskið af þeim sökum frá því að kaflinn varð varanleg göngugata hér um árið.
Umferð Umferðaröryggi Göngugötur Tengdar fréttir Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00
Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09
Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29