Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:15 Znak og Kólesníkóva við dómsuppkvaðningu. Þau létu þunga dóma ekki draga sig niður og brostu í myndavélarnar. Getty/Stringer Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. Stjórnarandstæðingurinn Maria Kólesníkóva hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi og lögmaðurinn Maxim Znak hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Þau voru bæði meðlimir í sérstöku samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Ráðið var stofnað af forsetaframbjóðandanum Svetlönu Tíkanovskaju eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi lágu fyrir í fyrra. Alexander Lúkasjenka bar sigur úr bítum í forsetakosningunum, þó svo að margir telji að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að koma í veg fyrir að hann missti völd, eftir 26 ár á valdastóli. Tvímenningarnir voru handteknir í fyrra vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn forsetanum. Samhæfingarráðið og meðlimir þess hefur verið sakað um að hafa reynt að fremja valdarán. Mál Kólesníkóvu og Znaks voru tekin fyrir af dómstóli í höfuðborginni Mínsk í dag, mánudag, þar sem þau voru sakfelld meðal annars fyrir öfgahyggju, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi. Þau neituðu bæði sök í öllum ákæruliðum og lýstu því yfir að málsmeðferðin hafi verið óréttmæt. Lögmenn þeirra hafa þegar tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Mótmælin vegna forsetakosninganna stóðu yfir mánuðum saman, en bæði Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa fordæmt niðurstöður kosninganna. Tugir þúsunda mótmælenda voru handteknir og margir voru pyntaðir í haldi lögreglu, á meðan Lúkasjenka, sem hefur verið við völd síðan 1994, reyndi að kveða mótmælin niður. Aðgerðasinnar hafa lýst því yfir að allt að 650 pólitískir fangar séu í haldi stjórnvalda, þar á meðal aðgerðasinnar og blaðamenn. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Maria Kólesníkóva hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi og lögmaðurinn Maxim Znak hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Þau voru bæði meðlimir í sérstöku samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Ráðið var stofnað af forsetaframbjóðandanum Svetlönu Tíkanovskaju eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi lágu fyrir í fyrra. Alexander Lúkasjenka bar sigur úr bítum í forsetakosningunum, þó svo að margir telji að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að koma í veg fyrir að hann missti völd, eftir 26 ár á valdastóli. Tvímenningarnir voru handteknir í fyrra vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn forsetanum. Samhæfingarráðið og meðlimir þess hefur verið sakað um að hafa reynt að fremja valdarán. Mál Kólesníkóvu og Znaks voru tekin fyrir af dómstóli í höfuðborginni Mínsk í dag, mánudag, þar sem þau voru sakfelld meðal annars fyrir öfgahyggju, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi. Þau neituðu bæði sök í öllum ákæruliðum og lýstu því yfir að málsmeðferðin hafi verið óréttmæt. Lögmenn þeirra hafa þegar tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Mótmælin vegna forsetakosninganna stóðu yfir mánuðum saman, en bæði Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa fordæmt niðurstöður kosninganna. Tugir þúsunda mótmælenda voru handteknir og margir voru pyntaðir í haldi lögreglu, á meðan Lúkasjenka, sem hefur verið við völd síðan 1994, reyndi að kveða mótmælin niður. Aðgerðasinnar hafa lýst því yfir að allt að 650 pólitískir fangar séu í haldi stjórnvalda, þar á meðal aðgerðasinnar og blaðamenn.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09
Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05