Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 12:26 Björgunarsveitir hafa tekið upp notkun dróna við leit í fjallendi. Vísir/Vilhelm Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar. Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“ Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira