Håland hetjan í hádramatískum sigri Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 20:31 Erling Braut Håland fagnar sigurmarki sínu í uppbótartíma. Lukas Schulze/Getty Images Borussia Dortmund er komið á sigurbraut á ný í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Erling Braut Håland tryggði liðinu 3-2 sigur eftir svakalegar lokamínútur. Dortmund byrjaði tímabilið vel, með 5-2 sigri á Eintracht Frankfurt, en náði ekki að fylgja þeim sigri eftir er liðið tapaði 2-1 fyrir Freiburg síðustu helgi. Hoffenheim heimsótti þá gulklæddu í kvöld og var staðan í hálfleik markalaus. Bandaríkjamaðurinn Giovanni Reyna kom Dortmund hins vegar í forystu eftir laglega sókn á 49. mínútu. Christopher Baumgartner jafnaði fyrir Hoffenheim á 61. mínútu en átta mínútum síðar kom Englendingurinn Jude Bellingham Dortmund í forystu á ný. Allt stefndi í sigur Dortmund en á 90. mínútu leiksins jafnaði Ísraelinn Munas Dabbour fyrir Hoffenheim. Hann var þá einn og yfirgefinn á fjærstönginni eftir hornspyrnu og lagði boltann í netið frá markteig. Dortmund þeystist upp í sókn þar sem bæði Marius Wolf og Youssoufa Moukoko létu verja frá sér í góðum færum áður en boltinn barst til Erling Braut Håland sem þrusaði boltanum í þaknetið frá markteig, aðeins mínútu eftir jöfnunarmark Dabbours. Marco Reus fékk dauðafæri til að gulltryggja sigur Dortmund síðar í uppbótartímanum en skaut framhjá af stuttu færi einn gegn markmanni. Það kom þó ekki að sök. Dortmund vann 3-2 sigur og er með sex stig í deildinni eftir þrjá leiki. Tapið er það fyrsta hjá Hoffenheim sem er með fjögur stig. Þýski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Dortmund byrjaði tímabilið vel, með 5-2 sigri á Eintracht Frankfurt, en náði ekki að fylgja þeim sigri eftir er liðið tapaði 2-1 fyrir Freiburg síðustu helgi. Hoffenheim heimsótti þá gulklæddu í kvöld og var staðan í hálfleik markalaus. Bandaríkjamaðurinn Giovanni Reyna kom Dortmund hins vegar í forystu eftir laglega sókn á 49. mínútu. Christopher Baumgartner jafnaði fyrir Hoffenheim á 61. mínútu en átta mínútum síðar kom Englendingurinn Jude Bellingham Dortmund í forystu á ný. Allt stefndi í sigur Dortmund en á 90. mínútu leiksins jafnaði Ísraelinn Munas Dabbour fyrir Hoffenheim. Hann var þá einn og yfirgefinn á fjærstönginni eftir hornspyrnu og lagði boltann í netið frá markteig. Dortmund þeystist upp í sókn þar sem bæði Marius Wolf og Youssoufa Moukoko létu verja frá sér í góðum færum áður en boltinn barst til Erling Braut Håland sem þrusaði boltanum í þaknetið frá markteig, aðeins mínútu eftir jöfnunarmark Dabbours. Marco Reus fékk dauðafæri til að gulltryggja sigur Dortmund síðar í uppbótartímanum en skaut framhjá af stuttu færi einn gegn markmanni. Það kom þó ekki að sök. Dortmund vann 3-2 sigur og er með sex stig í deildinni eftir þrjá leiki. Tapið er það fyrsta hjá Hoffenheim sem er með fjögur stig.
Þýski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira