Einkareknar heilsugæslur greiða allt að þrjátíu prósentum meira Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 27. ágúst 2021 21:31 Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri heilsugæslunnar Höfða. Vísir Einkareknar heilsugæslustöðvar þurfa að greiða allt að sextíu prósentum meira í rannsóknarkostnað en hinar opinberu, að sögn forstjóra Heilsugæslunnar Höfða. Hann segir að um sé að ræða mismunun í heilbrigðiskerfinu og íhugar að leita til dómstóla. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins árið 2017 að gera úrbætur á rekstrarforsendum gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum. Þrjú atriði voru tilgreind sem hugsanleg mismunun; opinberar stöðvar þurfi hvorki að greiða virðisaukaskatt af keyptri þjónustu né tryggingar fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem rannsóknarkostnaður þeirra sé mun lægri. „Einkareknu stöðvarnar eru að borga um þrjátíu prósent meira heldur en opinberu stöðvarnar og ætli það séu ekki önnur þrjátíu prósent sem stöðvar úti á landi borga umfram það sem einkareknu stöðvarnar þurfa að borga. Og í okkar tilfelli á Höfða þá er þetta sirka tíu prósent útgjalda varðandi læknisþjónustu,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri Heilsugæslunnar Höfða. Það séu 1,2 stöðugildi, sem Gunnlaugur segir að myndi breyta heilmiklu fyrir þjónustuna á heilsugæslunni. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa hunsað tilmæli Samkeppniseftirlitsins. „Nú er það þannig að heilbrigðisþjónusta er undanskilin samkeppnislögum þannig að Samkeppniseftirlitið getur ekki skyldað hið opinbera til að fara að tilmælunum en þetta eru tilmæli því þeir sjá að þarna er klár mismunun í gangi og nú eru liðin fjögur ár og þetta hefur verið algjörlega hunsað,“ segir Gunnlaugur. Hann segir þetta ekki síður mismunun gagnvart þeim sextíu þúsund manns sem sæki þjónustu hjá þeim fjórum einkareknu heilsugæslustöðvum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu. Mögulega fari málið fyrir dómstóla. „Við þyrftum þá bara að hefja mál, fara bara fyrir dómstóla. Og jú, við höfum alveg velt því fyrir okkur.“ Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Samkeppnismál Heilsugæsla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins árið 2017 að gera úrbætur á rekstrarforsendum gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum. Þrjú atriði voru tilgreind sem hugsanleg mismunun; opinberar stöðvar þurfi hvorki að greiða virðisaukaskatt af keyptri þjónustu né tryggingar fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem rannsóknarkostnaður þeirra sé mun lægri. „Einkareknu stöðvarnar eru að borga um þrjátíu prósent meira heldur en opinberu stöðvarnar og ætli það séu ekki önnur þrjátíu prósent sem stöðvar úti á landi borga umfram það sem einkareknu stöðvarnar þurfa að borga. Og í okkar tilfelli á Höfða þá er þetta sirka tíu prósent útgjalda varðandi læknisþjónustu,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri Heilsugæslunnar Höfða. Það séu 1,2 stöðugildi, sem Gunnlaugur segir að myndi breyta heilmiklu fyrir þjónustuna á heilsugæslunni. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa hunsað tilmæli Samkeppniseftirlitsins. „Nú er það þannig að heilbrigðisþjónusta er undanskilin samkeppnislögum þannig að Samkeppniseftirlitið getur ekki skyldað hið opinbera til að fara að tilmælunum en þetta eru tilmæli því þeir sjá að þarna er klár mismunun í gangi og nú eru liðin fjögur ár og þetta hefur verið algjörlega hunsað,“ segir Gunnlaugur. Hann segir þetta ekki síður mismunun gagnvart þeim sextíu þúsund manns sem sæki þjónustu hjá þeim fjórum einkareknu heilsugæslustöðvum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu. Mögulega fari málið fyrir dómstóla. „Við þyrftum þá bara að hefja mál, fara bara fyrir dómstóla. Og jú, við höfum alveg velt því fyrir okkur.“ Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Samkeppnismál Heilsugæsla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira