Fékk níu í einkunn fyrir fituvinnsluvél til lífdísilframleiðslu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2021 19:00 Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni, segir Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, sem útskrifaðist í sumar úr úr vél- og orkutæknifræði. Gígja Einars Júlíana Lind Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr vél- og orkutæknifræði í Háskólanum í Reykjavík í sumar og gerði lokaverkefni sem hefur áhugaverðan vinkil. Verkefnið fjallar um hönnunarvinnu við fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu. „Ég fékk sumarvinnu hjá Ými Technologies sumarið 2020 og þá voru fullt af áhugaverðum verkefnum í gangi og ég fékk tækifæri til að vinna við hönnun á búnaði sem þurfti að betrumbæta. Vorið 2021 var ég einmitt að fara að gera lokaverkefni og spurði þá hvort þeir væru með eitthvað í pípunum hjá sér og þá kom þetta upp úr hattinum. Þá vantaði að fá grunnhugmynd, að hönnun á vél sem þeir eru að þróa, í forritinu Solidworks sem við lærum á, í náminu í HR. Þannig fæddist hugmyndin að þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. „Það var sérstaklega skemmtilegt að fá að dýfa tánni í svona ferli. Ég þurfti að vinna allskonar rannsóknarvinnu við hönnunina á fituvinnsluvélinni og hafa samband við birgja vegna hinna og þessara íhluta sem vantaði í vélina. Ég vann þetta mjög náið með starfsmönnum Ýmis og það voru stöðufundir einu sinni í viku. Þau komu síðan með alls konar útfærsluhugmyndir eins og að laga þetta og hitt. Þannig að þetta var gott samstarf og mjög skemmtilegt og yfirgripsmikið verkefni. Það reyndi sannarlega á mann í þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. Júlíana Lind vann hönnunarvinnu á þessari fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu.Aðsent Nauðsynlegt að finna nýjar leiðir Verkefnið tók hana um fjóra mánuði eða alla vorönnina. „Ég fékk mjög góða einkunn fyrir þetta lokaverkefni í HR eða níu þannig að ég er hæstánægð og mér finnst gaman að þau hjá Ými voru mjög ánægð með afraksturinn.“ Vélin er hönnuð út frá þeim forsendum að passa á tvö fjörutíu feta gámafleti og að hún geti annað um 7000 kíló á klukkustund af sláturúrgangi. Vélin hreinsar fituna úr honum sem síðan notuð til lífdísilgerðar. Vinna við þessa vél hófst árið 2015 í samstarfi við Sorpu með það að leiðarljósi að geta endurunnið þann sláturúrgang sem til fellur og skapað úr honum verðmæti. Magn sláturúrgangs á Íslandi fer sífellt vaxandi og því nauðsynlegt að koma með nýjar leiðir til að endurvinna hann og minnka það magn sem þarf að urða eða brenna. „Þetta er umhverfisvæn nýsköpun. Ýmir er vöruþróunnarfyrirtæki sem einblínir á umhverfisvænar lausnir í sorptækni. Þessi vél passar vel inn í það sem fyrirtækið er að gera og hanna,“ segir Júlíana Lind. Myndatexti: Júlíana Lind á smíðaverkstæði Háskólans í ReykjavíkGígja Einars Góður undirbúningur fyrir atvinnulífið „Námið í tæknifræðinni í HR er mjög öflugur grunnur fyrir svona vinnu. Nemendur fá mjög góða kennslu og grunn fyrir vinnumarkaðinn. Við lærum alla vélahönnun, stærðfræði og fleira sem þarf. Síðan lærum við á forrit fyrir alla smíði, að lesa úboðsgögn og þess háttar, sem er gríðarlega mikilvægt líka. Það sem mér finnst HR gera hvað best er uppbyggingin á náminu, um veturinn erum við að læra ákveðna grunnáfanga og síðan um vorið taka nemendur einn áfanga í þrjár vikur sem samtvinnar bóklegu áfangana í yfirgripsmeiri verkefni þar sem við fáum að hanna og smíða hluti. Það er staðreynd að nemendur í tæknifræðinni í HR fá mjög góðan undirbúning fyrir atvinnulífið.“ Júlíana Lind er að skoða vinnumarkaðinn um þessar mundir. „Ég er skoða ýmislegt og það er margt spennandi í gangi þarna úti. Ég er opin fyrir mörgu. Ég fór upphaflega í þetta nám til að láta gott af mér leiða í umhverfis-, orku- og auðlindamálum. Það er svolítið stefnan hjá mér að geta látið gott af mér leiða og gera eitthvað gott fyrir heiminn.“ Uppalin í sauðfjárrækt Júlíana Lind er uppalin Í Árneshreppi á Ströndum. „Pabbi minn er bóndi á Steinstúni og ég fer alltaf þangað þegar ég get og hjálpa til með sauðfjárræktina. Ég fer í sauðburð á vorin og réttir á haustin sem er alltaf mjög skemmtilegt. Það var skemmtilegt að alast upp í sveitinni á Ströndum og eiginlega alger forréttindi. Sveitalífið er búið að kenna mér margt gott og hefur mótað mig mikið. Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni. Þetta er afskekktur staður með einstaklega fallegt fólk og stórbrotna náttúru. Fallegasta sundlaug landsins er þarna líka sem skemmir ekki fyrir.“ Háskólar Umhverfismál Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Ég fékk sumarvinnu hjá Ými Technologies sumarið 2020 og þá voru fullt af áhugaverðum verkefnum í gangi og ég fékk tækifæri til að vinna við hönnun á búnaði sem þurfti að betrumbæta. Vorið 2021 var ég einmitt að fara að gera lokaverkefni og spurði þá hvort þeir væru með eitthvað í pípunum hjá sér og þá kom þetta upp úr hattinum. Þá vantaði að fá grunnhugmynd, að hönnun á vél sem þeir eru að þróa, í forritinu Solidworks sem við lærum á, í náminu í HR. Þannig fæddist hugmyndin að þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. „Það var sérstaklega skemmtilegt að fá að dýfa tánni í svona ferli. Ég þurfti að vinna allskonar rannsóknarvinnu við hönnunina á fituvinnsluvélinni og hafa samband við birgja vegna hinna og þessara íhluta sem vantaði í vélina. Ég vann þetta mjög náið með starfsmönnum Ýmis og það voru stöðufundir einu sinni í viku. Þau komu síðan með alls konar útfærsluhugmyndir eins og að laga þetta og hitt. Þannig að þetta var gott samstarf og mjög skemmtilegt og yfirgripsmikið verkefni. Það reyndi sannarlega á mann í þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. Júlíana Lind vann hönnunarvinnu á þessari fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu.Aðsent Nauðsynlegt að finna nýjar leiðir Verkefnið tók hana um fjóra mánuði eða alla vorönnina. „Ég fékk mjög góða einkunn fyrir þetta lokaverkefni í HR eða níu þannig að ég er hæstánægð og mér finnst gaman að þau hjá Ými voru mjög ánægð með afraksturinn.“ Vélin er hönnuð út frá þeim forsendum að passa á tvö fjörutíu feta gámafleti og að hún geti annað um 7000 kíló á klukkustund af sláturúrgangi. Vélin hreinsar fituna úr honum sem síðan notuð til lífdísilgerðar. Vinna við þessa vél hófst árið 2015 í samstarfi við Sorpu með það að leiðarljósi að geta endurunnið þann sláturúrgang sem til fellur og skapað úr honum verðmæti. Magn sláturúrgangs á Íslandi fer sífellt vaxandi og því nauðsynlegt að koma með nýjar leiðir til að endurvinna hann og minnka það magn sem þarf að urða eða brenna. „Þetta er umhverfisvæn nýsköpun. Ýmir er vöruþróunnarfyrirtæki sem einblínir á umhverfisvænar lausnir í sorptækni. Þessi vél passar vel inn í það sem fyrirtækið er að gera og hanna,“ segir Júlíana Lind. Myndatexti: Júlíana Lind á smíðaverkstæði Háskólans í ReykjavíkGígja Einars Góður undirbúningur fyrir atvinnulífið „Námið í tæknifræðinni í HR er mjög öflugur grunnur fyrir svona vinnu. Nemendur fá mjög góða kennslu og grunn fyrir vinnumarkaðinn. Við lærum alla vélahönnun, stærðfræði og fleira sem þarf. Síðan lærum við á forrit fyrir alla smíði, að lesa úboðsgögn og þess háttar, sem er gríðarlega mikilvægt líka. Það sem mér finnst HR gera hvað best er uppbyggingin á náminu, um veturinn erum við að læra ákveðna grunnáfanga og síðan um vorið taka nemendur einn áfanga í þrjár vikur sem samtvinnar bóklegu áfangana í yfirgripsmeiri verkefni þar sem við fáum að hanna og smíða hluti. Það er staðreynd að nemendur í tæknifræðinni í HR fá mjög góðan undirbúning fyrir atvinnulífið.“ Júlíana Lind er að skoða vinnumarkaðinn um þessar mundir. „Ég er skoða ýmislegt og það er margt spennandi í gangi þarna úti. Ég er opin fyrir mörgu. Ég fór upphaflega í þetta nám til að láta gott af mér leiða í umhverfis-, orku- og auðlindamálum. Það er svolítið stefnan hjá mér að geta látið gott af mér leiða og gera eitthvað gott fyrir heiminn.“ Uppalin í sauðfjárrækt Júlíana Lind er uppalin Í Árneshreppi á Ströndum. „Pabbi minn er bóndi á Steinstúni og ég fer alltaf þangað þegar ég get og hjálpa til með sauðfjárræktina. Ég fer í sauðburð á vorin og réttir á haustin sem er alltaf mjög skemmtilegt. Það var skemmtilegt að alast upp í sveitinni á Ströndum og eiginlega alger forréttindi. Sveitalífið er búið að kenna mér margt gott og hefur mótað mig mikið. Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni. Þetta er afskekktur staður með einstaklega fallegt fólk og stórbrotna náttúru. Fallegasta sundlaug landsins er þarna líka sem skemmir ekki fyrir.“
Háskólar Umhverfismál Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira