Tvöfalt heilbrigðiskerfi í boði ráðherra Unnur Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:31 Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Heilbrigðismál Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Sjá meira
Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun