Heggur við Rauðavatn krýnt Tré ársins Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2021 07:42 Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Reykjavíkurborg Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hafi afhent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra viðurkenningarskjal vegna tilnefningarinnar, auk þess að Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafi haldið ávarp en félagið fagnar 120 ára afmæli í dag. „Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Þá var svæðið við Rauðavatn talið ákjósanlegt fyrir lystigarð framtíðarinnar því stutt var að fara frá höfuðborginni og fallegt útsýni yfir Rauðhóla. Úr þessum gróðurreit komu mörg af fyrstu trjánum sem Reykvíkingar gróðursettu í görðum sínum en borgin er nú orðinn einn af gróðursælli stöðum landsins.“ Skógræktarfélag Íslands útnefndi á síðasta ári silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Frá athöfninni við Rauðavatn í gær.Reykjavíkurborg Afkomandi heggs frá fyrstu árum skógræktar Heggurinn (Prunus Padus) er sagður að öllum líkindum afkomandi heggs sem var gróðursettur á fyrstu árum skógræktar við Rauðavatn. „Mögulegt er að heggurinn eigi sameiginlegan forföður með mörgum eldri heggviði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum skógræktarfólks er lífaldur heggs nefnilega ekki nema um 60 ár. Núverandi tré hefur því vaxið upp sem rótarskot frá hinum upprunalega hegg sem vitað er að gróðursettur var hér í reitnum fyrir 120 árum. Heggurinn var alveg horfinn inn í þéttan sitkagrenilund á reitnum við Rauðavatn, en fannst eftir nokkra rannsóknarvinnu. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fann forföður heggsins á gróðurreitnum fyrir um fimmtíu árum og vissi nokkurn veginn hvar hann gæti verið að finna en Auður Kjartansdóttir núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins fór á stúfana í vetur og leitaði hegginn uppi samkvæmt leiðarlýsingu Sigurðar. Heggurinn var hæðarmældur og reyndist vera átta metrar. Nú hafa nokkur stór grenitré sem skyggðu á þetta merkilega tré verið felld þannig að betur mun fara um það. Heggur skartar fallegum hvítum blómum í júní.“ Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Á vef Reykjavíkurborgar segir að Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hafi afhent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra viðurkenningarskjal vegna tilnefningarinnar, auk þess að Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafi haldið ávarp en félagið fagnar 120 ára afmæli í dag. „Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Þá var svæðið við Rauðavatn talið ákjósanlegt fyrir lystigarð framtíðarinnar því stutt var að fara frá höfuðborginni og fallegt útsýni yfir Rauðhóla. Úr þessum gróðurreit komu mörg af fyrstu trjánum sem Reykvíkingar gróðursettu í görðum sínum en borgin er nú orðinn einn af gróðursælli stöðum landsins.“ Skógræktarfélag Íslands útnefndi á síðasta ári silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Frá athöfninni við Rauðavatn í gær.Reykjavíkurborg Afkomandi heggs frá fyrstu árum skógræktar Heggurinn (Prunus Padus) er sagður að öllum líkindum afkomandi heggs sem var gróðursettur á fyrstu árum skógræktar við Rauðavatn. „Mögulegt er að heggurinn eigi sameiginlegan forföður með mörgum eldri heggviði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum skógræktarfólks er lífaldur heggs nefnilega ekki nema um 60 ár. Núverandi tré hefur því vaxið upp sem rótarskot frá hinum upprunalega hegg sem vitað er að gróðursettur var hér í reitnum fyrir 120 árum. Heggurinn var alveg horfinn inn í þéttan sitkagrenilund á reitnum við Rauðavatn, en fannst eftir nokkra rannsóknarvinnu. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fann forföður heggsins á gróðurreitnum fyrir um fimmtíu árum og vissi nokkurn veginn hvar hann gæti verið að finna en Auður Kjartansdóttir núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins fór á stúfana í vetur og leitaði hegginn uppi samkvæmt leiðarlýsingu Sigurðar. Heggurinn var hæðarmældur og reyndist vera átta metrar. Nú hafa nokkur stór grenitré sem skyggðu á þetta merkilega tré verið felld þannig að betur mun fara um það. Heggur skartar fallegum hvítum blómum í júní.“
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17