Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 14:00 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttum reglum um sóttkví. Þetta staðfestir samskiptastjóri almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tillögurnar í vinnslu og unnið að nýrri reglugerð. Á meðan sú vinna standi yfir sé ótímabært að skýra tillögurnar frekar. Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir kynningu á reglunum óskýra og veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Finnst þér þetta nægilega skýrt? „Mér finnst maður heyra og lesa á netinu að svo virðist ekki vera. Það virðist vera skýrt að markmiðið sé að gera þessa umgjörð í kringum skólahald eitthvað mildari. Það er staðreynd að á meðan við erum með fjölda sóttkví ungra barna þá held ég nú að niðurstaðan verði alltaf sú að foreldrar verði að vera hjá þeim.“ „Þannig útfærslan á þessum reglum er óljós hvað það varðar miðað við þær smittölur sem við erum með núna í samfélaginu. Hversu mikil breytingin verður í reynd.“ Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnamálum. Fjórar vikur séu síðan ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir eftir fund sinn á Egilsstöðum, en þá var jafnframt tilkynnt að unnið yrði að stefnumótun um framtíðarsýn. „Síðan þessi yfirlýsing var gefin þá hefur ekkert heyrst. Þannig ég kalla eftir því að þau svör verði skýrari um það. Auðvitað með þeim fyrirvara að það er uppi ástand og óvissa í spilunum. Engu að síður ættum við að gera kröfu um það því það þarf að verja samstöðuna og sýna henni virðingu. Hvað fólk hefur lagt mikið á sig. Að ríkisstjórnin fari að komast upp úr þeim fótsporum að kynna ný minnisblöð á tveggja til þriggja vikna fresti, en aldrei neinar línur til lengri tíma litið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttum reglum um sóttkví. Þetta staðfestir samskiptastjóri almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tillögurnar í vinnslu og unnið að nýrri reglugerð. Á meðan sú vinna standi yfir sé ótímabært að skýra tillögurnar frekar. Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir kynningu á reglunum óskýra og veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Finnst þér þetta nægilega skýrt? „Mér finnst maður heyra og lesa á netinu að svo virðist ekki vera. Það virðist vera skýrt að markmiðið sé að gera þessa umgjörð í kringum skólahald eitthvað mildari. Það er staðreynd að á meðan við erum með fjölda sóttkví ungra barna þá held ég nú að niðurstaðan verði alltaf sú að foreldrar verði að vera hjá þeim.“ „Þannig útfærslan á þessum reglum er óljós hvað það varðar miðað við þær smittölur sem við erum með núna í samfélaginu. Hversu mikil breytingin verður í reynd.“ Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnamálum. Fjórar vikur séu síðan ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir eftir fund sinn á Egilsstöðum, en þá var jafnframt tilkynnt að unnið yrði að stefnumótun um framtíðarsýn. „Síðan þessi yfirlýsing var gefin þá hefur ekkert heyrst. Þannig ég kalla eftir því að þau svör verði skýrari um það. Auðvitað með þeim fyrirvara að það er uppi ástand og óvissa í spilunum. Engu að síður ættum við að gera kröfu um það því það þarf að verja samstöðuna og sýna henni virðingu. Hvað fólk hefur lagt mikið á sig. Að ríkisstjórnin fari að komast upp úr þeim fótsporum að kynna ný minnisblöð á tveggja til þriggja vikna fresti, en aldrei neinar línur til lengri tíma litið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira