Elías hélt hreinu í sínum fyrsta leik er Midtjylland vann Íslendingaslaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2021 18:50 Elías Rafn Ólafsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Midtjylland í kvöld. Foto Olimpik/NurPhoto via Getty Images Elías Rafn Ólafsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Midtjylland er liðið vann Silkeborg 3-0 í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Daninn Jonas Lössl er jafnan aðalmarkvörður Midtjylland en hann fékk vikufrí hjá félaginu þar sem hann hafði ekkert frí fengið eftir að hafa verið með danska landsliðshópnum á EM í sumar. Elías Rafn fékk því tækifæri milli stanganna og spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir liðið. Hann nýtti það tækifæri vel og hélt hreinu er liðið vann öruggan 3-0 heimasigur á Silkeborg. Að vísu fékk hann á sig tvö mörk í leiknum, bæði skoruð af Niklas Helenius, en bæði voru dæmd af vegna rangstöðu eftir endurskoðun VAR. Brasilíumaðurinn Evander, Pione Sisto og Andreas Dreyer skoruðu mörk Midtjylland í leiknum en Mikael Anderson spilaði síðustu 18 mínúturnar eftir að hafa komið af bekk liðsins. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarsson var í byrjunarliði Silkeborgar en var skipt af velli skömmu fyrir leikslok. Midtjylland fer á topp deildarinnar með sigrinum þar sem liðið er með 15 stig eftir sex leiki en Randers, sem er í öðru sæti með 13 stig, á leik inni. Silkeborg er með sjö stig í sjötta sæti. Hólmbert og Andri leita fyrsta sigursins Í dönsku B-deildinni spilaði Andri Rúnar Bjarnason síðasta korterið fyrir Esbjerg sem tapaði 2-1 fyrir Hvidovre. Esbjerg er aðeins með tvö stig eftir sex leiki í deildinni og er í næst neðsta sæti. Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmannahópi Esbjerg. Hólmbert Aron Friðjónsson sat þá allan leikinn á varamannabekknum er lið hans Holstein Kiel gerði 2-2 jafntefli á útivelli við Düsseldorf. Kiel fékk þar sitt fyrsta stig á tímabilinu en liðið er í 17. sæti þýsku B-deildarinnar með eitt stig eftir fjóra leiki. Mörkin voru tvö voru þau fyrstu sem liðið skorar á leiktíðinni. Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Daninn Jonas Lössl er jafnan aðalmarkvörður Midtjylland en hann fékk vikufrí hjá félaginu þar sem hann hafði ekkert frí fengið eftir að hafa verið með danska landsliðshópnum á EM í sumar. Elías Rafn fékk því tækifæri milli stanganna og spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir liðið. Hann nýtti það tækifæri vel og hélt hreinu er liðið vann öruggan 3-0 heimasigur á Silkeborg. Að vísu fékk hann á sig tvö mörk í leiknum, bæði skoruð af Niklas Helenius, en bæði voru dæmd af vegna rangstöðu eftir endurskoðun VAR. Brasilíumaðurinn Evander, Pione Sisto og Andreas Dreyer skoruðu mörk Midtjylland í leiknum en Mikael Anderson spilaði síðustu 18 mínúturnar eftir að hafa komið af bekk liðsins. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarsson var í byrjunarliði Silkeborgar en var skipt af velli skömmu fyrir leikslok. Midtjylland fer á topp deildarinnar með sigrinum þar sem liðið er með 15 stig eftir sex leiki en Randers, sem er í öðru sæti með 13 stig, á leik inni. Silkeborg er með sjö stig í sjötta sæti. Hólmbert og Andri leita fyrsta sigursins Í dönsku B-deildinni spilaði Andri Rúnar Bjarnason síðasta korterið fyrir Esbjerg sem tapaði 2-1 fyrir Hvidovre. Esbjerg er aðeins með tvö stig eftir sex leiki í deildinni og er í næst neðsta sæti. Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmannahópi Esbjerg. Hólmbert Aron Friðjónsson sat þá allan leikinn á varamannabekknum er lið hans Holstein Kiel gerði 2-2 jafntefli á útivelli við Düsseldorf. Kiel fékk þar sitt fyrsta stig á tímabilinu en liðið er í 17. sæti þýsku B-deildarinnar með eitt stig eftir fjóra leiki. Mörkin voru tvö voru þau fyrstu sem liðið skorar á leiktíðinni.
Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira