Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 13:56 Róberti og Ksenia ásamt börnum sínum í veislunni fyrsta kvöldið eftir að gestirnir komu til Frakklands. Á myndina vantar yngsta drenginn, sem var farinn að sofa þegar myndin var tekin. Christian Oth/Oth Media Group Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni, segir Róbert í samtali við Vísi. „Haustið 2018, þegar við vorum á Íslandi, bauð ég henni í Þríhnjúkagíga og bað hennar þar. Það var yndisleg stund.“ Róbert segir að undirbúningurinn fyrir brúðkaupið hafi átt hug þeirra undanfarið enda í mörg horn að líta. „Sérstaklega á tímum Covid þar sem fjölskyldur okkar og vinir búa víðs vegar um heim.“ Um það bil hundrað manns er boðið í athöfnina og á boðslistanum er nánasta samstarfsfólk þeirra og fjölskylda. Um er að ræða margra daga veisluhöld og eru mismunandi þemu á viðburðunum og hefur þetta verið lengi í undirbúningi. Neonskiltið með upphafsstöfum þeirra vakti mikla athygli á blómaveggnum. Gestirnir létu margir mynda sig við vegginn.Christian Oth/Oth Media Group Þakklátur og ánægður „Gestirnir komu til Frakklands í gær og í gærkvöldi vorum við með lítið velkomuboð með mexíkósku þema. Stóra stundin er svo á laugardag,“ segir Róbert. Margir gestanna mættu til Frakklands á einkaþotum. „Ég er svo þakklátur og ánægður að fólk skuli gefa sér tíma og koma hingað til að fagna þessum degi með okkur þrátt fyrir Covid-faraldur. Það skiptir okkur Ksenia miklu.“ Róbert og Ksenia fluttu til Lundúna í fyrra 2019 en bjuggu á Íslandi á meðan Ksenia lauk MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin enda eru þau bæði mikið áhugafólk um vín. Þar framleiða þau vín sem eru margverðlaunuð eins og N°1 Saint-Cernin Rouge,N°1 Saint-Cernin Blanc ogChampagne Wessman One. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Börnin taka öll þátt í hátíðarhöldunum í kringum brúðkaupið. Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
„Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni, segir Róbert í samtali við Vísi. „Haustið 2018, þegar við vorum á Íslandi, bauð ég henni í Þríhnjúkagíga og bað hennar þar. Það var yndisleg stund.“ Róbert segir að undirbúningurinn fyrir brúðkaupið hafi átt hug þeirra undanfarið enda í mörg horn að líta. „Sérstaklega á tímum Covid þar sem fjölskyldur okkar og vinir búa víðs vegar um heim.“ Um það bil hundrað manns er boðið í athöfnina og á boðslistanum er nánasta samstarfsfólk þeirra og fjölskylda. Um er að ræða margra daga veisluhöld og eru mismunandi þemu á viðburðunum og hefur þetta verið lengi í undirbúningi. Neonskiltið með upphafsstöfum þeirra vakti mikla athygli á blómaveggnum. Gestirnir létu margir mynda sig við vegginn.Christian Oth/Oth Media Group Þakklátur og ánægður „Gestirnir komu til Frakklands í gær og í gærkvöldi vorum við með lítið velkomuboð með mexíkósku þema. Stóra stundin er svo á laugardag,“ segir Róbert. Margir gestanna mættu til Frakklands á einkaþotum. „Ég er svo þakklátur og ánægður að fólk skuli gefa sér tíma og koma hingað til að fagna þessum degi með okkur þrátt fyrir Covid-faraldur. Það skiptir okkur Ksenia miklu.“ Róbert og Ksenia fluttu til Lundúna í fyrra 2019 en bjuggu á Íslandi á meðan Ksenia lauk MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin enda eru þau bæði mikið áhugafólk um vín. Þar framleiða þau vín sem eru margverðlaunuð eins og N°1 Saint-Cernin Rouge,N°1 Saint-Cernin Blanc ogChampagne Wessman One. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Börnin taka öll þátt í hátíðarhöldunum í kringum brúðkaupið.
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira