Auglýsingar og sjónvarpspallur taka 500 sæti á Laugardalsvelli Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 11:40 Stúkurnar á Laugardalsvelli hafa ekki verið fylltar síðan árið 2019, vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Oliver Hardt Gera þarf talsverðar breytingar á Laugardalsvelli og fórna 500 sætum vegna stórrar útsendingar þýskrar sjónvarpsstöðvar frá leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta í næsta mánuði. Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira