Meira um einelti á netinu hér en í Noregi Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2021 08:00 Íslendingar virðast vera verri í netsamskiptum en frændur okkar í Noregi. Getty Mun meira er um haturstal, neteinelti, ögranir og háðung í athugasemdakerfum á Íslandi en í Noregi, samkvæmt nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um haturstal og neikvæða upplifun af netinu. Skýrslan byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun sem lögð var fyrir í febrúar og mars 2021. Í tilkynningu frá nefndinni segir að helmingur þátttakenda segist hafa orðið varkárari í að lýsa skoðunum sínum í umræðum á netinu eftir háð eða ögranir, 32,8 prósent segist frekar taka þátt í umræðum í lokuðum hópum og 20,6 prósent hafi hætt að taka þátt í umræðum á netinu. Elfa Ýr Gylfadóttir formaður fjölmiðlanefndar segir að þar sem netið væri mikilvægur samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu megi telja alvarlegt ef hluti fólks telji sig verða fyrir áreiti, neteinelti eða haturstali og veigri sér jafnvel við að taka þátt í opinberri umræðu. Slík þróun geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun lýðræðis. Yngra fólk líklegra til að verða fyrir neteinelti Rannsóknin leiðir í ljós að aldurshópurinn 15-17 ára væri líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti, háðung eða ögrun í umræðum/athugasemdakerfum og hótanir um ofbeldi á netinu. Elsti aldurshópurinn (60 ára og eldri) væri hins vegar ólíklegastur til að hafa upplifað öll þau atriði sem talin væru upp. „Það er sláandi munur milli aldurshópa þegar að kemur að haturstali og neikvæðri upplifun af netinu í þessum niðurstöðum. Við sjáum þá einnig að neikvæð uppplifun af þessum þáttum hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu. Hættan er þá að ákveðnir aldurshópar missi sínar raddir og komi þar með ekki sínum málum og sjónarmiðum að. Ef við grípum ekki í taumana og tæklum þennan vanda þá er líklegt að þetta sé þróun sem muni hafa áhrif á lýðræði í landinu,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd. Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Skýrslan byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun sem lögð var fyrir í febrúar og mars 2021. Í tilkynningu frá nefndinni segir að helmingur þátttakenda segist hafa orðið varkárari í að lýsa skoðunum sínum í umræðum á netinu eftir háð eða ögranir, 32,8 prósent segist frekar taka þátt í umræðum í lokuðum hópum og 20,6 prósent hafi hætt að taka þátt í umræðum á netinu. Elfa Ýr Gylfadóttir formaður fjölmiðlanefndar segir að þar sem netið væri mikilvægur samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu megi telja alvarlegt ef hluti fólks telji sig verða fyrir áreiti, neteinelti eða haturstali og veigri sér jafnvel við að taka þátt í opinberri umræðu. Slík þróun geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun lýðræðis. Yngra fólk líklegra til að verða fyrir neteinelti Rannsóknin leiðir í ljós að aldurshópurinn 15-17 ára væri líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti, háðung eða ögrun í umræðum/athugasemdakerfum og hótanir um ofbeldi á netinu. Elsti aldurshópurinn (60 ára og eldri) væri hins vegar ólíklegastur til að hafa upplifað öll þau atriði sem talin væru upp. „Það er sláandi munur milli aldurshópa þegar að kemur að haturstali og neikvæðri upplifun af netinu í þessum niðurstöðum. Við sjáum þá einnig að neikvæð uppplifun af þessum þáttum hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu. Hættan er þá að ákveðnir aldurshópar missi sínar raddir og komi þar með ekki sínum málum og sjónarmiðum að. Ef við grípum ekki í taumana og tæklum þennan vanda þá er líklegt að þetta sé þróun sem muni hafa áhrif á lýðræði í landinu,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd.
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira