Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum á pari við þjóðhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2021 20:28 Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem Vestmannaeyingar bjarga og fá frelsi út á hafi en pysjutímabilið er um sex vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum þessa dagana því nú er pysjutímabilið í hámarki þar sem bæjarbúa keppast við að finna Lunda pysju unga inn í bænum og fara með þær út að sjó og sleppa þeim þar. Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem fá frelsi út á hafi. Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira