Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2021 14:15 Roberto Firmino og Fabinho gætu misst af stórleikjum með Liverpool vegna sóttvarnareglna í Englandi. Vísir/Getty Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands. Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni. Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City. Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi. Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands. FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi verstu fjórar hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Sjá meira
Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands. Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni. Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City. Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi. Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands. FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi verstu fjórar hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Sjá meira
Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn