Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 17:46 Aguero er á meðal leikmanna sem Barcelona fékk í sumar en geta ekki verið skráðir til leiks hjá félaginu enn um sinn. EPA-EFE/Alejandro Garcia Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni. Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“. Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira
Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“.
Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira