Sjö byssum stolið á síðasta ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2021 19:47 Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Þessu greindum við frá í kvöldfréttum í gær. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Lögregla segir þessa miklu fjölgun skýrast af auknum áhuga safnara. Handhafar vopnanna sæta þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. Sjö byssum stolið á síðasta ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir reglum um geymslu skotvopna þó þær séu skýrar í lögum. Þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Ef við tökum árið 2020 var sjö byssum stolið. Það voru ekki safnarabyssur. Þetta voru byssur hjá einstaklingum sem áttu fá skotvopn og geymdu þau ekki tryggilega,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. Jónas segir að þessar stolnu byssur finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. Vopnalög voru sett árið 1998 og segir Jónas að þau séu í stöðugri endurskoðun innan ráðuneytisins. „Geymslan er alveg skýr. Það á að vera læst hirsla strax við fyrstu byssu þannig að það er sjálfu sér í góðum farvegi en jú auðvitað mætti uppfæra eitt og annað.“ Skotveiði Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. 20. október 2019 19:31 Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. 19. október 2019 20:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Þessu greindum við frá í kvöldfréttum í gær. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Lögregla segir þessa miklu fjölgun skýrast af auknum áhuga safnara. Handhafar vopnanna sæta þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. Sjö byssum stolið á síðasta ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir reglum um geymslu skotvopna þó þær séu skýrar í lögum. Þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Ef við tökum árið 2020 var sjö byssum stolið. Það voru ekki safnarabyssur. Þetta voru byssur hjá einstaklingum sem áttu fá skotvopn og geymdu þau ekki tryggilega,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. Jónas segir að þessar stolnu byssur finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. Vopnalög voru sett árið 1998 og segir Jónas að þau séu í stöðugri endurskoðun innan ráðuneytisins. „Geymslan er alveg skýr. Það á að vera læst hirsla strax við fyrstu byssu þannig að það er sjálfu sér í góðum farvegi en jú auðvitað mætti uppfæra eitt og annað.“
Skotveiði Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. 20. október 2019 19:31 Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. 19. október 2019 20:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54
Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. 20. október 2019 19:31
Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. 19. október 2019 20:30