Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 09:54 Latifa er hér til vinstri á myndinni, Marcus fyrir miðju og Sioned Taylor til hægri. skjáskot Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. Taylor hefur undanfarna mánuði verið dugleg við að birta myndir af sér og Latifu á Instagram, sem margir telja jákvæða breytingu. Latifa hefur gjarnan verið kölluð týnda prinsessan þar sem ekki hafði heyrst til hennar í marga mánuði fyrr á þessu ári. Síðan í maí hefur Taylor hins vegar birt fjölda mynda af Latifu á Instagram og virðist, eins og áður segir, sem þær vinkonur séu á ferðalagi. Fyrstu myndina birti hún í lok maí og voru netverjar búnir að komast að því að þær væru staddar í Dubai. Síðan þá hefur hún birt myndir af þeim í Madríd og landslagsmyndir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nú síðast, við eldgosið í Geldingadölum. View this post on Instagram A post shared by Sioned Taylor (@shinnybryn) Við nýjustu myndina skrifar hún: „Frábær ferð til Íslands með Latifu og Marcus,“ en á myndinni sjást þær stöllur ásamt manninum Marcusi Essabri, sem er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins frændi Latifu. Hætta baráttu um frelsun Latifu Baráttuhópurinn Free Latifa hefur ákveðið að hætta störfum eftir að myndin birtist af prinsessunni á Íslandi. Hópurinn fundaði í gær og gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem var staðfest að myndin sé af Latifu og frænda hennar á Íslandi. Í yfirlýsingunni var það jafnframt tilkynnt að hópurinn myndi ekki halda baráttunni áfram. Aðaltilgangur hópsins hafi verið að verða vitni að Latifu lifa frjálsu lífi, lífi sem hún kysi sjálf. Það sé greinilega það sem hún geri nú. Ekki farið frá Dubai síðan árið 2000 fyrr en nú Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Latifa komst í kastljósið í febrúar 2018 þegar hún reyndi að flýja Dubai á báti. Undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu eftir flóttann, og kom til félaga sinna, sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Það var svo í febrúar á þessu ári sem áhyggjur um líf og heilsu hennar vöknuðu þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræddist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að haldbær sönnunargögn um að prinsessan væri á lífi yrðu afhent. Sameinuðu arabísku furstadæmin Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Tengdar fréttir Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Taylor hefur undanfarna mánuði verið dugleg við að birta myndir af sér og Latifu á Instagram, sem margir telja jákvæða breytingu. Latifa hefur gjarnan verið kölluð týnda prinsessan þar sem ekki hafði heyrst til hennar í marga mánuði fyrr á þessu ári. Síðan í maí hefur Taylor hins vegar birt fjölda mynda af Latifu á Instagram og virðist, eins og áður segir, sem þær vinkonur séu á ferðalagi. Fyrstu myndina birti hún í lok maí og voru netverjar búnir að komast að því að þær væru staddar í Dubai. Síðan þá hefur hún birt myndir af þeim í Madríd og landslagsmyndir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nú síðast, við eldgosið í Geldingadölum. View this post on Instagram A post shared by Sioned Taylor (@shinnybryn) Við nýjustu myndina skrifar hún: „Frábær ferð til Íslands með Latifu og Marcus,“ en á myndinni sjást þær stöllur ásamt manninum Marcusi Essabri, sem er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins frændi Latifu. Hætta baráttu um frelsun Latifu Baráttuhópurinn Free Latifa hefur ákveðið að hætta störfum eftir að myndin birtist af prinsessunni á Íslandi. Hópurinn fundaði í gær og gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem var staðfest að myndin sé af Latifu og frænda hennar á Íslandi. Í yfirlýsingunni var það jafnframt tilkynnt að hópurinn myndi ekki halda baráttunni áfram. Aðaltilgangur hópsins hafi verið að verða vitni að Latifu lifa frjálsu lífi, lífi sem hún kysi sjálf. Það sé greinilega það sem hún geri nú. Ekki farið frá Dubai síðan árið 2000 fyrr en nú Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Latifa komst í kastljósið í febrúar 2018 þegar hún reyndi að flýja Dubai á báti. Undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu eftir flóttann, og kom til félaga sinna, sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Það var svo í febrúar á þessu ári sem áhyggjur um líf og heilsu hennar vöknuðu þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræddist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að haldbær sönnunargögn um að prinsessan væri á lífi yrðu afhent.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Tengdar fréttir Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15