Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 14:51 Hauggas er unnið úr gömlu sorphaugunum á Akureyri. Norðurorka Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi. Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi.
Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira