Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli Kári Stefánsson skrifar 6. ágúst 2021 16:30 Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun