Sævar Atli: Ég kem með orku og kraft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 16:26 Sævar Atli Magnússon í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Lyngby. Skjámynd/LyngbyBoldklub1921 Sævar Atli Magnússon var strax tekinn í viðtal á Youtube síðu Lungby og vill sjá brjálaða stuðningsmenn í fyrsta leik. Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Danski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Danski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira