Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2021 12:56 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira