Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 19:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Tugir manna greinast nú með kórónuveiruna daglega og gripu stjórnvöld til þess ráðs að setja aftur á fjöldatakmarkanir, nálægðarmörk og grímuskyldu 25. júlí. Þær takmarkanir gilda til föstudagsins 13. ágúst. Katrín sagði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þrátt fyrir þann fjölda sem nú greinist séu skýr merki um að bóluefni veiti vernd gegn alvarlegum veikindum. Þó þurfi að meta reynsluna af þessari bylgju betur eftir því sem tíminn líður og smitum fjölgar. Íslendingar séu í töluvert annarri stöðu nú en þegar faraldurinn fór fyrst af stað vegna víðtækrar bólusetningar sem hefur átt sér stað. Sérstaða Íslands hvað hvað varðar hlutfall bólusettra þýði þó að ekki sé hægt að leita í reynslubanka annarra um næstu skref. „Það er engin forskrift uppi í hillu sem við getum sótt og fylgt. Við þurfum dálítið að læra af þessari reynslu núna. Við sjáum það að þó að bóluefnin veiti þessa vörn hverjum og einum eru þau ekki að ná að skapa þetta hjarðónæmi sem við töluðum um framan af,“ sagði forsætisráðherra. Á næstu dögum sjáist betur hver þróunin verður á Landspítalanum varðandi þá sem hefur þurft að leggja inn með Covid-19. Út frá þeirri reynslu muni stjórnvöld taka sínar ákvarðanir. „Það sem hefur gagnast okkur best í þessum faraldri er að taka ákvarðanir sem byggjast á gögnum og upplýsingum og það er það sem við munum halda áfram að gera,“ sagði Katrín. Þurfa áfram að hafa varann á gagnvart nýjum afbrigðum Ríkisstjórnin hefur fundað með ýmsum sérfræðingum og fulltrúum hagsmunahópa í samfélaginu undanfarna daga. Katrín sagði að á þeim fundum hafi helst komið fram ákall um aukinn stöðugleika og fyrirsjáanleika til þess að fólk geti gert sínar áætlanir um framtíðina. „Að sjálfsögðu kallar fólk eftir því núna ef svo fer að við sjáum að það hefur dregið úr áhættu á alvarlegum veikindum að við getum haft aukinn stöðugleika í okkar ráðstöfunum. Það er breytingin sem er að verða,“ sagði forsætisráðherra. Varaði hún þó við því að um leið þyrfti að hafa varann á gagnvart nýjum afbrigðum eins og delta-afbrigðinu sem er meira smitandi en fyrri afbrigði. „Það munu koma ný afbrigði þannig að við þurfum áfram að hafa varann á gagnvart því,“ sagði hún. Mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti Spurð út í skólastarf sem senn á að hefjast og mögulegar bólusetningar á börnum og unglingum sagði Katrín að ákvörðun um bólusetningar væri í höndum sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun yrði alfarið tekin á grunni vísinda. Von væri á frekari niðurstöðum úr rannsóknum á virkni bóluefna á meðal barna og unglinga síðar í þessum mánuði og með þeim yrði fylgst. Stefnt sé að því að skólarnir geti farið af stað með sem eðlilegustum hætti. Katrín sagði að á fundum með hagsmunaaðilum hafi staðið upp úr hversu mikilvægt það væri að börn gætu sótt sér menntun með eðlilegum hætti og fengið rútínu í líf sitt. Það væri mikilvægt fyrir börn og fjölskyldur þeirra, vinnumarkaðinn og einnig sem jafnréttismál. Ef ákveðið verður að bólusetja börn sagði Katrín að það gæti gerst hratt og örugglega. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu væri þegar tilbúin með áætlanir um það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Tugir manna greinast nú með kórónuveiruna daglega og gripu stjórnvöld til þess ráðs að setja aftur á fjöldatakmarkanir, nálægðarmörk og grímuskyldu 25. júlí. Þær takmarkanir gilda til föstudagsins 13. ágúst. Katrín sagði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þrátt fyrir þann fjölda sem nú greinist séu skýr merki um að bóluefni veiti vernd gegn alvarlegum veikindum. Þó þurfi að meta reynsluna af þessari bylgju betur eftir því sem tíminn líður og smitum fjölgar. Íslendingar séu í töluvert annarri stöðu nú en þegar faraldurinn fór fyrst af stað vegna víðtækrar bólusetningar sem hefur átt sér stað. Sérstaða Íslands hvað hvað varðar hlutfall bólusettra þýði þó að ekki sé hægt að leita í reynslubanka annarra um næstu skref. „Það er engin forskrift uppi í hillu sem við getum sótt og fylgt. Við þurfum dálítið að læra af þessari reynslu núna. Við sjáum það að þó að bóluefnin veiti þessa vörn hverjum og einum eru þau ekki að ná að skapa þetta hjarðónæmi sem við töluðum um framan af,“ sagði forsætisráðherra. Á næstu dögum sjáist betur hver þróunin verður á Landspítalanum varðandi þá sem hefur þurft að leggja inn með Covid-19. Út frá þeirri reynslu muni stjórnvöld taka sínar ákvarðanir. „Það sem hefur gagnast okkur best í þessum faraldri er að taka ákvarðanir sem byggjast á gögnum og upplýsingum og það er það sem við munum halda áfram að gera,“ sagði Katrín. Þurfa áfram að hafa varann á gagnvart nýjum afbrigðum Ríkisstjórnin hefur fundað með ýmsum sérfræðingum og fulltrúum hagsmunahópa í samfélaginu undanfarna daga. Katrín sagði að á þeim fundum hafi helst komið fram ákall um aukinn stöðugleika og fyrirsjáanleika til þess að fólk geti gert sínar áætlanir um framtíðina. „Að sjálfsögðu kallar fólk eftir því núna ef svo fer að við sjáum að það hefur dregið úr áhættu á alvarlegum veikindum að við getum haft aukinn stöðugleika í okkar ráðstöfunum. Það er breytingin sem er að verða,“ sagði forsætisráðherra. Varaði hún þó við því að um leið þyrfti að hafa varann á gagnvart nýjum afbrigðum eins og delta-afbrigðinu sem er meira smitandi en fyrri afbrigði. „Það munu koma ný afbrigði þannig að við þurfum áfram að hafa varann á gagnvart því,“ sagði hún. Mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti Spurð út í skólastarf sem senn á að hefjast og mögulegar bólusetningar á börnum og unglingum sagði Katrín að ákvörðun um bólusetningar væri í höndum sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun yrði alfarið tekin á grunni vísinda. Von væri á frekari niðurstöðum úr rannsóknum á virkni bóluefna á meðal barna og unglinga síðar í þessum mánuði og með þeim yrði fylgst. Stefnt sé að því að skólarnir geti farið af stað með sem eðlilegustum hætti. Katrín sagði að á fundum með hagsmunaaðilum hafi staðið upp úr hversu mikilvægt það væri að börn gætu sótt sér menntun með eðlilegum hætti og fengið rútínu í líf sitt. Það væri mikilvægt fyrir börn og fjölskyldur þeirra, vinnumarkaðinn og einnig sem jafnréttismál. Ef ákveðið verður að bólusetja börn sagði Katrín að það gæti gerst hratt og örugglega. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu væri þegar tilbúin með áætlanir um það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent