Grindavík berst mikill liðsstyrkur bæði karla- og kvennamegin Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 19:00 Grindavík styrkir sig fyrir komandi átök. Vísir/Bára Grindavík hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta. Liðið hefur fengið bæði karlkyns og kvenkyns leikmann frá Bandaríkjunum auk þess sem Spánverjinn Ivan Aurrecoechea kemur til liðsins frá Þór á Akureyri. Grindvíkingar greindu frá því í hádeginu að liðið hefði náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Benlevi er 24 ára gamall framherji og 196 sm að hæð. Hann lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA og var áður í Georgia State-háskóla. Hann skoraði 11,9 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í háskólaboltanum. Malik Benlevi til liðs við Grindavík Basketball Framherjinn Malik Benlevi mun leika með Grindavík í vetur í úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall, 198 cm á hæð og er öflugur inn í teig.Nánar: https://t.co/BFHtI51nW9Velkominn Malik! — UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Þá sömdu Grindvíkingar við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea sem lék með Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Hann er 204 sm að hæð og lék í háskólaboltanum vestanhafs frá 2016 til 2020 áður en hann samdi við Þór síðasta haust. Hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali með Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Ivan Aurrecoechea til Grindavíkur (staðfest)Spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea mun leika með Grindavík á næsta tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær liðsauki við gott lið Grindavíkur.Nánar: https://t.co/SwxVYZeoWOÁfram Grindavík! pic.twitter.com/cKDsjHLr2E— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Kvennaliði félagsins hefur þá einnig borist liðsstyrkur frá Bandaríkjunum þar sem bakvörðurinn Robbi Ryan hefur samið um að leika með liðinu á komandi vetri. Ryan er einnig 24 ára gömul og lék síðast með háskóla Arizona State. Þar lék hún 131 leik og þykir hún sérstaklega lunkin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skoraði 10,6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári og var valin í lið ársins í All-Pac-12 deildinni í háskólaboltanum vestanhafs. Robbi Ryan til Grindavíkur Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna og mun Robbi Ryan frá leika með félaginu í vetur.Ryan er öflugur bakvörður og mjög góður skotmaður.Welcome to Grindavík @rryan_44 ! https://t.co/v2DSjGvdnO— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. UMF Grindavík Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
Grindvíkingar greindu frá því í hádeginu að liðið hefði náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Benlevi er 24 ára gamall framherji og 196 sm að hæð. Hann lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA og var áður í Georgia State-háskóla. Hann skoraði 11,9 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í háskólaboltanum. Malik Benlevi til liðs við Grindavík Basketball Framherjinn Malik Benlevi mun leika með Grindavík í vetur í úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall, 198 cm á hæð og er öflugur inn í teig.Nánar: https://t.co/BFHtI51nW9Velkominn Malik! — UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Þá sömdu Grindvíkingar við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea sem lék með Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Hann er 204 sm að hæð og lék í háskólaboltanum vestanhafs frá 2016 til 2020 áður en hann samdi við Þór síðasta haust. Hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali með Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Ivan Aurrecoechea til Grindavíkur (staðfest)Spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea mun leika með Grindavík á næsta tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær liðsauki við gott lið Grindavíkur.Nánar: https://t.co/SwxVYZeoWOÁfram Grindavík! pic.twitter.com/cKDsjHLr2E— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Kvennaliði félagsins hefur þá einnig borist liðsstyrkur frá Bandaríkjunum þar sem bakvörðurinn Robbi Ryan hefur samið um að leika með liðinu á komandi vetri. Ryan er einnig 24 ára gömul og lék síðast með háskóla Arizona State. Þar lék hún 131 leik og þykir hún sérstaklega lunkin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skoraði 10,6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári og var valin í lið ársins í All-Pac-12 deildinni í háskólaboltanum vestanhafs. Robbi Ryan til Grindavíkur Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna og mun Robbi Ryan frá leika með félaginu í vetur.Ryan er öflugur bakvörður og mjög góður skotmaður.Welcome to Grindavík @rryan_44 ! https://t.co/v2DSjGvdnO— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
UMF Grindavík Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira