Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 19:21 Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Stöð 2/Ragnar Visage Menntun fólks hefur töluvert að segja um stuðning við einstaka flokka en mismikið þó eftir flokkum. Stöð 2/Ragnar Visage Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgis þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf, eða 26,6 prósenta en einungis 16,8 prósenta fólks með framhaldsmenntun á háskólastigi. Fylgi Vinstri grænna og Samfylkinginar vex hins vegar með aukinni menntun og myndu 19,4 prósent háskólamenntaðra kjósa Vinstri græn og 17,5 prósent Samfylkinguna. Munurinn er ekki eins sláandi hjá öðrum flokkum en einungis 1,3 prósent fólks með framhaldsmenntun á háskólastigi myndu þó kjósa Miðflokkinn en 9,2 prósent grunnskólamenntaðra. Stöð 2/Ragnar Visage Tekjur skipta líka máli. Þeir sem eru með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsundum myndu flestir kjósa Samfylkinguna, eða 29 prósent, langt yfir almennri fylgisspá sem er 13,7 prósent. Hjá Sjálfstæðisflokki er þessu öfugt farið þar sem einungis 11 prósent í lægsta tekjuflokknum myndu kjósa hann, en 30,3 prósent þeirra sem eru með meira en tólf hundruð þúsund krónur í heimilistekjur, langt yfir almennu fylgi flokksins í könnuninni. Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sækja líka mest af sínu fylgi til þeirra sem eru með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum, en Sósíalistaflokkurinn nýtur mest fylgis hjá þeim sem eru með 400 til átta hundruð þúsund í heimilistekjur á mánuði. Stöð 2/Ragnar Visage Aldur kjósenda skiptir líka miklu máli þegar kemur að fylgi flokka. Þannig nýtur Samfylkingin mest fylgis allra flokka í yngsta aldurshópnum eða um 26 prósenta. Stöð 2/Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar mikið forskot á aðra flokka í elstu aldurshópunum tveimur með stuðning 23. prósenta til tæplega 28 prósenta fólks eldra en fimmtíu ára. Stöð 2/Ragnar Visage Þá er mikill munur á því hvernig kynin kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn er með yfirburðastöðu meðal karla en tæplega 26 prósent þeirra myndu kjósa hann samkvæmt könnun Maskínu. Stöð 2/Ragnar Visage Vinstri græn hafa aftur á móti vinninginn meðal kvenna. Tæplega 20 prósent þeirra myndu kjósa VG en einungis 3 prósent þeirra myndu kjósa Miðflokkinn sem annars nýtur tæplega 8 prósenta fylgis á meðal karla. Stöð 2/Ragnar Visage Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. 29. júlí 2021 11:50 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Stöð 2/Ragnar Visage Menntun fólks hefur töluvert að segja um stuðning við einstaka flokka en mismikið þó eftir flokkum. Stöð 2/Ragnar Visage Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgis þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf, eða 26,6 prósenta en einungis 16,8 prósenta fólks með framhaldsmenntun á háskólastigi. Fylgi Vinstri grænna og Samfylkinginar vex hins vegar með aukinni menntun og myndu 19,4 prósent háskólamenntaðra kjósa Vinstri græn og 17,5 prósent Samfylkinguna. Munurinn er ekki eins sláandi hjá öðrum flokkum en einungis 1,3 prósent fólks með framhaldsmenntun á háskólastigi myndu þó kjósa Miðflokkinn en 9,2 prósent grunnskólamenntaðra. Stöð 2/Ragnar Visage Tekjur skipta líka máli. Þeir sem eru með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsundum myndu flestir kjósa Samfylkinguna, eða 29 prósent, langt yfir almennri fylgisspá sem er 13,7 prósent. Hjá Sjálfstæðisflokki er þessu öfugt farið þar sem einungis 11 prósent í lægsta tekjuflokknum myndu kjósa hann, en 30,3 prósent þeirra sem eru með meira en tólf hundruð þúsund krónur í heimilistekjur, langt yfir almennu fylgi flokksins í könnuninni. Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sækja líka mest af sínu fylgi til þeirra sem eru með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum, en Sósíalistaflokkurinn nýtur mest fylgis hjá þeim sem eru með 400 til átta hundruð þúsund í heimilistekjur á mánuði. Stöð 2/Ragnar Visage Aldur kjósenda skiptir líka miklu máli þegar kemur að fylgi flokka. Þannig nýtur Samfylkingin mest fylgis allra flokka í yngsta aldurshópnum eða um 26 prósenta. Stöð 2/Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar mikið forskot á aðra flokka í elstu aldurshópunum tveimur með stuðning 23. prósenta til tæplega 28 prósenta fólks eldra en fimmtíu ára. Stöð 2/Ragnar Visage Þá er mikill munur á því hvernig kynin kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn er með yfirburðastöðu meðal karla en tæplega 26 prósent þeirra myndu kjósa hann samkvæmt könnun Maskínu. Stöð 2/Ragnar Visage Vinstri græn hafa aftur á móti vinninginn meðal kvenna. Tæplega 20 prósent þeirra myndu kjósa VG en einungis 3 prósent þeirra myndu kjósa Miðflokkinn sem annars nýtur tæplega 8 prósenta fylgis á meðal karla. Stöð 2/Ragnar Visage
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. 29. júlí 2021 11:50 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. 29. júlí 2021 11:50
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31