Miklar væntingar gerðar til Styrmis hjá Davidson og hann á von á góðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 10:01 Styrmir Snær Þrastarson fetar í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar hjá Davidson. vísir/hulda margrét Jón Axel Guðmundsson segir að miklar væntingar séu gerðar til Styrmis Snæs Þrastarsonar hjá Davidson háskólanum. Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira