Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2021 11:12 Enginn kemst um borð hjá Play á neikvæðs prófs. Arnar Halldórsson Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Sjá meira
Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Sjá meira