„Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 17:04 Sigtryggur Baldursson er viðmælandi í nýjasta þættinum af Bransakjaftæði. ÚTÓN Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur er að eigin sögn pönkari úr Kópavogi. Hann dróst inn í pönk-senuna undir lok 8. áratugarins þegar hann gekk til liðs við unglingahljómsveit. „Ég var að vinna í skógræktinni í Kópavogi og kynnist þar Hilmari Agnarssyni og dett þar inn í hljómsveit sem hann var að stofna sem heitir Þeyr og var svona fyrsta alvöru hljómsveitin.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík. Stjórnendur útvarpsþáttarins Áfanga á Rás eitt, kölluðu svo saman hina ýmsu tónlistarmenn sem höfðu komið fram í Rokk í Reykjavík og bjuggu til draumahljómsveit til þess að búa til tónlist fyrir lokaþátt Áfanga. Úr varð hljómsveitin Kukl sem starfræk var í þrjú ár. Pönkarar sem fóru út í popp „Síðan varð til svona samkrull af súrrealista bókmenntahóp úr Breiðholti og þessari hljómsveit Kukl sem voru svona pönk „survivors“ úr íslensku pönk senunni og verður til þarna Smekkleysa sem er svona hugsað sem regnhlífarsamtök fyrir alls konar uppreisnargjarna list. Þannig litum við eiginlega á okkur.“ Þessi samtök veittu til dæmis Smekkleysuverðlaunin og hlaut Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri sjónvarpsins fyrstu verðlaunin fyrir að láta sjónvarpið kaupa sýningarétt af myndunum sínum. Innan þessa hóps var svo tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni, að búa til popphljómsveit í þeim tilgangi að þéna peninga - úr varð hljómsveitin Sykurmolarnir. Sykurmolarnir slógu í gegn og unnu meðal annars úti í London. Þeir störfuðu erlendis í fjögur ár og byrjuðu að túra um heiminn árið 1988. Sveitin fann fyrir meðbyr en var að sögn Sigtryggs ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi á þessum tíma. Eftir að Sykurmolarnir lögðu upp laupana stofnaði Sigtryggur „pöbba-bandið“ Bogomil Font og Milljónamæringarnir, sem upphaflega átti að vera grínhljómsveit. „Oft nefnilega verða bestu hugmyndirnar til þannig í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi.“ Hljómsveitin sprakk út og segir Sigtryggur hana hafa orðið vinsælli en Sykurmolarnir voru hér á landi. Segir tónlistarmenn njóta meiri stuðnings í dag Með sína áralöngu reynslu að baki getur Sigtryggur borið saman umhverfi tónlistarmanna þá og nú. „Það var ekkert stuðningsbatterí og við gátum ekki sótt í neina sjóði eða neitt slíkt fyrir okkar verkefni. Þannig við vorum bara að gera þetta sjálf og borguðum okkar flugmiða til og frá landinu. Það er miklu betra stuðningsumhverfi í dag og það er miklu betra að verða sér út um upplýsingar.“ Sigtryggur gegnir í dag stöðu forstöðumanns ÚTÓN sem vinnur að því að efla og skapa sóknarfæri fyrir tónlistarmenn, bæði innanlands sem utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Sigtryggur er að eigin sögn pönkari úr Kópavogi. Hann dróst inn í pönk-senuna undir lok 8. áratugarins þegar hann gekk til liðs við unglingahljómsveit. „Ég var að vinna í skógræktinni í Kópavogi og kynnist þar Hilmari Agnarssyni og dett þar inn í hljómsveit sem hann var að stofna sem heitir Þeyr og var svona fyrsta alvöru hljómsveitin.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík. Stjórnendur útvarpsþáttarins Áfanga á Rás eitt, kölluðu svo saman hina ýmsu tónlistarmenn sem höfðu komið fram í Rokk í Reykjavík og bjuggu til draumahljómsveit til þess að búa til tónlist fyrir lokaþátt Áfanga. Úr varð hljómsveitin Kukl sem starfræk var í þrjú ár. Pönkarar sem fóru út í popp „Síðan varð til svona samkrull af súrrealista bókmenntahóp úr Breiðholti og þessari hljómsveit Kukl sem voru svona pönk „survivors“ úr íslensku pönk senunni og verður til þarna Smekkleysa sem er svona hugsað sem regnhlífarsamtök fyrir alls konar uppreisnargjarna list. Þannig litum við eiginlega á okkur.“ Þessi samtök veittu til dæmis Smekkleysuverðlaunin og hlaut Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri sjónvarpsins fyrstu verðlaunin fyrir að láta sjónvarpið kaupa sýningarétt af myndunum sínum. Innan þessa hóps var svo tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni, að búa til popphljómsveit í þeim tilgangi að þéna peninga - úr varð hljómsveitin Sykurmolarnir. Sykurmolarnir slógu í gegn og unnu meðal annars úti í London. Þeir störfuðu erlendis í fjögur ár og byrjuðu að túra um heiminn árið 1988. Sveitin fann fyrir meðbyr en var að sögn Sigtryggs ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi á þessum tíma. Eftir að Sykurmolarnir lögðu upp laupana stofnaði Sigtryggur „pöbba-bandið“ Bogomil Font og Milljónamæringarnir, sem upphaflega átti að vera grínhljómsveit. „Oft nefnilega verða bestu hugmyndirnar til þannig í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi.“ Hljómsveitin sprakk út og segir Sigtryggur hana hafa orðið vinsælli en Sykurmolarnir voru hér á landi. Segir tónlistarmenn njóta meiri stuðnings í dag Með sína áralöngu reynslu að baki getur Sigtryggur borið saman umhverfi tónlistarmanna þá og nú. „Það var ekkert stuðningsbatterí og við gátum ekki sótt í neina sjóði eða neitt slíkt fyrir okkar verkefni. Þannig við vorum bara að gera þetta sjálf og borguðum okkar flugmiða til og frá landinu. Það er miklu betra stuðningsumhverfi í dag og það er miklu betra að verða sér út um upplýsingar.“ Sigtryggur gegnir í dag stöðu forstöðumanns ÚTÓN sem vinnur að því að efla og skapa sóknarfæri fyrir tónlistarmenn, bæði innanlands sem utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira