Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 14:01 HM 2030 á Ítalíu og í Sádi-Arabíu, það er möguleiki. The Athletic Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira