Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 14:01 HM 2030 á Ítalíu og í Sádi-Arabíu, það er möguleiki. The Athletic Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira