Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2021 21:34 Íbúar í Liege í Belgíu notuðu uppblásna báta þegar áin Meuse flæddi yfir bakka sína. AP Photo/Valentin Bianchi Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. Mikil úrkoma hefur valdið gríðarlegum flóðum í Vestur-Evrópu frá því í gær. Mest tjón hefur orðið í þýsku fylkjunum Norðurrín-Vestfalía og Rínarlandi-Pfalz. Fylkin eru á landamærum Þýskalands við Belgíu, Holland og Lúxemborg, en þar hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. Enn meiri úrkoma er í kortunum næstu daga og því sér ekki fyrir endan á flóðunum á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig ástandið var í þýsku borginni Hagen í gær. Þýski herinn hefur sent herdeildir á vettvang til að sinna björgunaraðgerðum í norður Þúskalandi. Minnst 850 hermenn taka þátt í aðgerðunum. Herinn hefur notað ellefu þyrlur til að bjarga fólki sem hefur flúið flóð upp á húsþök. Þýski fréttamiðillinn Deutsche Welle hefur eftir björgunaraðilum að björgunar- og hreinsistarf gæti tekið allt að nokkrum vikum. Laschet heimsótti Hagen í gær Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu og arftaki Angelu Merkel sem leiðtogi Kristilegra Demókrata, heimsótti bæinn Hagen í gær. Bærinn hefur farið mjög illa í flóðunum. Armin Laschet hélt fjölmiðlafund á slökkvistöð í gær.AP Photo/Martin Meissner „Við munum standa við bakið á bæjum og þeim sem hafa orðið illa illa úti í flóðunum,“ sagði Laschet við fjölmiðla í gær. Laschet kenndi hlýnun jarðar um flóðin. „Við munum standa frammi fyrir svona atburðum aftur og aftur, og það þýðir að við verðum að hraða loftlagsaðgerðum á evrópskum, ríkisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hann. Angela Merkel Þýskalandskanslari er í heimsókn til Bandaríkjanna en hún hefur þó lofað þýsku þjóðinni að ríkið muni hjálpa fórnarlömbum flóðanna. „Þið getið treyst á þá staðreynd að ríkið okkar, á alríkis-, svæðis- og samfélagsstigi, muni gera allt til að bjarga lífum, forðast hættu og lina þjáningu í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði hún. Mesta rigning í hundrað ár „Á sumum svæðum höfum við ekki séð aðra eins rigningu í hundrað ár,“ segir Andrea Friedrich, talsmaður þýsku veðurstofunnar, í samtali við CNN. „Sums staðar er úrkoma rúmlega tvöfalt meiri en venjulega og það hefur ollið flóðum og hruni húsa. Þýskaland Belgía Holland Lúxemborg Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Mikil úrkoma hefur valdið gríðarlegum flóðum í Vestur-Evrópu frá því í gær. Mest tjón hefur orðið í þýsku fylkjunum Norðurrín-Vestfalía og Rínarlandi-Pfalz. Fylkin eru á landamærum Þýskalands við Belgíu, Holland og Lúxemborg, en þar hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. Enn meiri úrkoma er í kortunum næstu daga og því sér ekki fyrir endan á flóðunum á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig ástandið var í þýsku borginni Hagen í gær. Þýski herinn hefur sent herdeildir á vettvang til að sinna björgunaraðgerðum í norður Þúskalandi. Minnst 850 hermenn taka þátt í aðgerðunum. Herinn hefur notað ellefu þyrlur til að bjarga fólki sem hefur flúið flóð upp á húsþök. Þýski fréttamiðillinn Deutsche Welle hefur eftir björgunaraðilum að björgunar- og hreinsistarf gæti tekið allt að nokkrum vikum. Laschet heimsótti Hagen í gær Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu og arftaki Angelu Merkel sem leiðtogi Kristilegra Demókrata, heimsótti bæinn Hagen í gær. Bærinn hefur farið mjög illa í flóðunum. Armin Laschet hélt fjölmiðlafund á slökkvistöð í gær.AP Photo/Martin Meissner „Við munum standa við bakið á bæjum og þeim sem hafa orðið illa illa úti í flóðunum,“ sagði Laschet við fjölmiðla í gær. Laschet kenndi hlýnun jarðar um flóðin. „Við munum standa frammi fyrir svona atburðum aftur og aftur, og það þýðir að við verðum að hraða loftlagsaðgerðum á evrópskum, ríkisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hann. Angela Merkel Þýskalandskanslari er í heimsókn til Bandaríkjanna en hún hefur þó lofað þýsku þjóðinni að ríkið muni hjálpa fórnarlömbum flóðanna. „Þið getið treyst á þá staðreynd að ríkið okkar, á alríkis-, svæðis- og samfélagsstigi, muni gera allt til að bjarga lífum, forðast hættu og lina þjáningu í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði hún. Mesta rigning í hundrað ár „Á sumum svæðum höfum við ekki séð aðra eins rigningu í hundrað ár,“ segir Andrea Friedrich, talsmaður þýsku veðurstofunnar, í samtali við CNN. „Sums staðar er úrkoma rúmlega tvöfalt meiri en venjulega og það hefur ollið flóðum og hruni húsa.
Þýskaland Belgía Holland Lúxemborg Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira