Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 07:04 Ólöf Tara birtir mynd af kröfubréfunum og á henni að skilja að hún ætli ekki að verða við kröfunni. Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23