Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 16:45 Verksmiðja brennur í bakgrunninum en í forgrunni má sjá tóma kassa eftir að óeirðarseggir fóru ránshendi um vöruhús í borginni Durban. AP Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera. Suður-Afríka Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera.
Suður-Afríka Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira