Býðst líka til að borga miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 16:42 Haraldur Þorleifsson hefur boðist til að greiða lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem hafa verið kærð af Ingó veðurguði. Vísir/Sigurjón Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. Haraldur vakti mikla athygli í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingó kann a lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Haraldur hagnaðist verulega af sölu fyrirtækis síns, Ueno, til Twitter en síðan þá hefur hann starfað fyrir Twitter. Ok. Ég bjóst ekki við að þetta myndi fá svona mikla athygli. Ég vil ekki fara í viðtöl út af þessu máli. Fókusinn á að vera á þolendum. En til að taka af allan vafa: ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli. https://t.co/pVz58NXCNd— Halli (@iamharaldur) July 14, 2021 Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent fimm aðilum kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingólfs í fjölmiðlum. Þeir fimm eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmanna aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Haraldur skrifar á Twitter að hann hafi ekki búist við allri athyglinni sem honum hefur verið veitt vegna yfirlýsingarinnar. Hann vilji ekki fara í viðtöl og fókusinn eigi að vera á þolendum. „En til að taka af allan vafa: Ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli,“ skrifar Haraldur á Twitter. Greint var frá því fyrr í dag að Kristlín Dís hafi verið krafin um þrjár milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem hún skrifaði um mál Ingólfs. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ sagði Kristlín í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Henni er gefinn fimm daga frestur til að verða við þessum kröfum. Aðrir sem Ingólfur hefur krafist miskabóta af hafa ekki greint frá þeim kröfum sem þeim hefur verið gert að gangast við. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Haraldur vakti mikla athygli í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingó kann a lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Haraldur hagnaðist verulega af sölu fyrirtækis síns, Ueno, til Twitter en síðan þá hefur hann starfað fyrir Twitter. Ok. Ég bjóst ekki við að þetta myndi fá svona mikla athygli. Ég vil ekki fara í viðtöl út af þessu máli. Fókusinn á að vera á þolendum. En til að taka af allan vafa: ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli. https://t.co/pVz58NXCNd— Halli (@iamharaldur) July 14, 2021 Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent fimm aðilum kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingólfs í fjölmiðlum. Þeir fimm eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmanna aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Haraldur skrifar á Twitter að hann hafi ekki búist við allri athyglinni sem honum hefur verið veitt vegna yfirlýsingarinnar. Hann vilji ekki fara í viðtöl og fókusinn eigi að vera á þolendum. „En til að taka af allan vafa: Ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli,“ skrifar Haraldur á Twitter. Greint var frá því fyrr í dag að Kristlín Dís hafi verið krafin um þrjár milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem hún skrifaði um mál Ingólfs. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ sagði Kristlín í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Henni er gefinn fimm daga frestur til að verða við þessum kröfum. Aðrir sem Ingólfur hefur krafist miskabóta af hafa ekki greint frá þeim kröfum sem þeim hefur verið gert að gangast við.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01