Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 13:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þáði seinni sprautuna í dag. Vísir/Sunna Karen Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01