1.095 laxar gengnir í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2021 08:50 Yfir 1000 laxar eru gengnir í Elliðaárnar Mynd: KL Elliðaárnar virðast af mörgum ánum vera að fá ágætar göngur en samkvæmt teljaranum í ánni eru 1.095 laxar gengnir í hana. Þetta rímar ágætlega við lífið sem er í ánni á nokkrum stöðum og það er reglulega gaman að sjá töluvert af laxi liggja á nokkrum veiðistöðum. Síðasta sólarhring gengu 90 laxar í gegnum teljarann og það verður bara að teljast nokkuð gott. Þegar síðan hjá Riverwatcher er skoðuð er hægt að sjá stöðuna í ánum og þær ár á íslandi sem hafa teljara eru til dæmis Korpa en þar hafa 285 laxar gengið í gegnum teljarann, 377 í gegnum teljarann við Glanna í Norðurá, 159 í Laxá í Leirársveit og 44 í Vesturdalsá. Þetta er ekki allt upptalið en það er ansi magnað að sjá muninn á drottningunni Norðurá og Elliðaánum. Norðurá hefur verið róleg í sumar miðað við það sem myndi teljast normið en síðustu uppfærðu veiðitlur sem eru að vísu orðnar vikugamlar gáfu upp 330 laxa. Hún er komin yfir 400 samkvæmt okkar heimildum við bakkann en það er engu að síður mun minna en það sem mætti kalla meðalár. Stangveiði Reykjavík Mest lesið Mokveiðist í Tungulæk Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Hóta úrsögnum vegna breytinga í Elliðaánum Veiði
Þetta rímar ágætlega við lífið sem er í ánni á nokkrum stöðum og það er reglulega gaman að sjá töluvert af laxi liggja á nokkrum veiðistöðum. Síðasta sólarhring gengu 90 laxar í gegnum teljarann og það verður bara að teljast nokkuð gott. Þegar síðan hjá Riverwatcher er skoðuð er hægt að sjá stöðuna í ánum og þær ár á íslandi sem hafa teljara eru til dæmis Korpa en þar hafa 285 laxar gengið í gegnum teljarann, 377 í gegnum teljarann við Glanna í Norðurá, 159 í Laxá í Leirársveit og 44 í Vesturdalsá. Þetta er ekki allt upptalið en það er ansi magnað að sjá muninn á drottningunni Norðurá og Elliðaánum. Norðurá hefur verið róleg í sumar miðað við það sem myndi teljast normið en síðustu uppfærðu veiðitlur sem eru að vísu orðnar vikugamlar gáfu upp 330 laxa. Hún er komin yfir 400 samkvæmt okkar heimildum við bakkann en það er engu að síður mun minna en það sem mætti kalla meðalár.
Stangveiði Reykjavík Mest lesið Mokveiðist í Tungulæk Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Hóta úrsögnum vegna breytinga í Elliðaánum Veiði