Auglýsa eftir aukaleikurum á Hellu fyrir stórt Netflix-verkefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 22:00 Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum frá Hellu til að taka þátt í framleiðslu á Netflix-þáttum. Vísir/Getty Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum fyrir erlent verkefni á vegum Netflix á Facebook-síðu íbúa Hellu. Samkvæmt Facebook-færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 22-55 ára og um sjötugt. „Um er að ræða stórt og mikið verkefni og vafalaust spennandi að taka þátt í slíku. Því miður má ekki greina frá því hvaða þætti um ræðir í bili en lofa að áhugavert er það,“ skrifar íbúi á Hellu í færslunni. Samkvæmt færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með „frekar villimannslegt útlit,“ það er menn með úfið, sítt hár, óklippt og ólitað og ósnyrt skegg af öllum stærðum og gerðum. „Einnig leitum við að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára með hefðbundnar hárgreiðslur, ólitað hár með eða án skeggs,“ stendur í færslunni og þar segir engar tískuklippingar eða litað hár koma til greina. Þá er einnig leitað eftir konum á aldrinum 20-50 ára með náttúrulegt, sítt hár eða heillitað hár í náttúrulegum lit. „Augljós og áberandi tattoo ganga ekki upp. Ákveðnir búningar tilheyra umræddum hlutverkum, sumir eru fyrir mjög netta og aðrir búningar fyrir menn í betri holdum og fleiri þar á milli.“ Hver aukaleikari mun, samkvæmt færslunni, vera einn dag í tökum og fara tökurnar fram dagana 5. og 7. ágúst næstkomandi. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á eskimo@eskimo.is. Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Um er að ræða stórt og mikið verkefni og vafalaust spennandi að taka þátt í slíku. Því miður má ekki greina frá því hvaða þætti um ræðir í bili en lofa að áhugavert er það,“ skrifar íbúi á Hellu í færslunni. Samkvæmt færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með „frekar villimannslegt útlit,“ það er menn með úfið, sítt hár, óklippt og ólitað og ósnyrt skegg af öllum stærðum og gerðum. „Einnig leitum við að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára með hefðbundnar hárgreiðslur, ólitað hár með eða án skeggs,“ stendur í færslunni og þar segir engar tískuklippingar eða litað hár koma til greina. Þá er einnig leitað eftir konum á aldrinum 20-50 ára með náttúrulegt, sítt hár eða heillitað hár í náttúrulegum lit. „Augljós og áberandi tattoo ganga ekki upp. Ákveðnir búningar tilheyra umræddum hlutverkum, sumir eru fyrir mjög netta og aðrir búningar fyrir menn í betri holdum og fleiri þar á milli.“ Hver aukaleikari mun, samkvæmt færslunni, vera einn dag í tökum og fara tökurnar fram dagana 5. og 7. ágúst næstkomandi. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á eskimo@eskimo.is.
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira