Skiltakonan hugsaði ekki um neitt nema að koma sér í sjónvarpið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 09:00 Hjólreiðamennirnir Kristian Sbaragli og Bryan Coquard voru tveir af þeim sem fóru hvað verst út úr þessum árekstri. AP/Anne-Christine Poujoulat Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru í fullum gangi en hegðun eins áhorfandans stal svo sannarlega fyrirsögnunum á fyrstu dögum keppninnar. Kona ein mætti til að horfa á fyrsta dag Frakklandshjólreiðanna og hafði með sér risaskilti. Það er talið að hún beri ábyrgð á risaárekstri sem varð 45 kílómetrum frá endamarkinu á fyrstu keppnisleiðinni frá Brest til Landerneau. Police in France have arrested a woman who they say is the spectator who held up a sign and caused a serious crash at the Tour de France on Saturday. https://t.co/wwgrWqOTtH— The New York Times (@nytimes) June 30, 2021 Konan með skiltið er enn nafnlaus en lögreglan hefur fundið út hver hún er og var hún handtekin í gær og tekin í yfirheyrslu. Það er ekki vitað hvað hún ætlaði sér að gera eða hverju hún var að mótmæla ef hún var þá að mótmæla einhverju. Á þessu risaskilti hennar stóð „ALLEZ OPI-OMI!“ á frönsku sem þýðir „Áfram amma og afi“ á íslenskunni. Það bendir því allt til þess að hún ætlaði að skila kveðju til ömmu sinnar og afa sem væntanlega eru aðdáendur Frakklandshjólreiðanna. Konan var ekkert að horfa á hjólreiðakappana þegar þeir komu á fullri ferð heldur var aðeins að hugsa um að koma skiltinu sínu fyrir sjónvarpsvélarnar sem fóru á undan hópnum. Police have arrested the woman accused of causing the Tour De France crash after looking for her the last four days. pic.twitter.com/fUqs2rRrg9— The News with Shepard Smith (@thenewsoncnbc) June 30, 2021 Skiltið hennar rakst í þýska hjólreiðamanninn Tony Martin sem var meðal fremstu manna. Hann féll í jörðina og í framhaldinu féllu fjölmargir hjólreiðamenn til viðbótar. Útkoman var hrúga af mannlausum hjólum og liggjandi hjólreiðaköppum. Atvikið orsakaði margra mínútna töf á keppninni og strax fóru menn að benda á umrædda konu sem sökudólg. Yfirmaður Frakklandshjólreiðanna hefur hótað því að kæra konuna og sýna fólki sem sýnir slíkt ábyrgðarleysi að því fylgi miklar afleiðingar. Konan með skiltið gæti líka átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi auk þess að þurfa að borga meira en fjögurra milljóna króna sekt. Hér fyrir ofan má sjá atvikið. Mathieu van der Poel er áfram í gulu treyjunni eftir fimm keppnisleiðir en ríkjandi meistari, Tadej Pogacar, átti mjög góðan dag og náði henni næstum því af honum. @TamauPogi the boss! The title-holder made the most of the first TT of the #TDF2021 to build a gap over his main rivals! @mathieuvdpoel performs brilliantly to retain the @MaillotjauneLCL! The highlights of the 5th stage! pic.twitter.com/bmY7zNocIo— Tour de France (@LeTour) June 30, 2021 Hjólreiðar Frakkland Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira
Kona ein mætti til að horfa á fyrsta dag Frakklandshjólreiðanna og hafði með sér risaskilti. Það er talið að hún beri ábyrgð á risaárekstri sem varð 45 kílómetrum frá endamarkinu á fyrstu keppnisleiðinni frá Brest til Landerneau. Police in France have arrested a woman who they say is the spectator who held up a sign and caused a serious crash at the Tour de France on Saturday. https://t.co/wwgrWqOTtH— The New York Times (@nytimes) June 30, 2021 Konan með skiltið er enn nafnlaus en lögreglan hefur fundið út hver hún er og var hún handtekin í gær og tekin í yfirheyrslu. Það er ekki vitað hvað hún ætlaði sér að gera eða hverju hún var að mótmæla ef hún var þá að mótmæla einhverju. Á þessu risaskilti hennar stóð „ALLEZ OPI-OMI!“ á frönsku sem þýðir „Áfram amma og afi“ á íslenskunni. Það bendir því allt til þess að hún ætlaði að skila kveðju til ömmu sinnar og afa sem væntanlega eru aðdáendur Frakklandshjólreiðanna. Konan var ekkert að horfa á hjólreiðakappana þegar þeir komu á fullri ferð heldur var aðeins að hugsa um að koma skiltinu sínu fyrir sjónvarpsvélarnar sem fóru á undan hópnum. Police have arrested the woman accused of causing the Tour De France crash after looking for her the last four days. pic.twitter.com/fUqs2rRrg9— The News with Shepard Smith (@thenewsoncnbc) June 30, 2021 Skiltið hennar rakst í þýska hjólreiðamanninn Tony Martin sem var meðal fremstu manna. Hann féll í jörðina og í framhaldinu féllu fjölmargir hjólreiðamenn til viðbótar. Útkoman var hrúga af mannlausum hjólum og liggjandi hjólreiðaköppum. Atvikið orsakaði margra mínútna töf á keppninni og strax fóru menn að benda á umrædda konu sem sökudólg. Yfirmaður Frakklandshjólreiðanna hefur hótað því að kæra konuna og sýna fólki sem sýnir slíkt ábyrgðarleysi að því fylgi miklar afleiðingar. Konan með skiltið gæti líka átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi auk þess að þurfa að borga meira en fjögurra milljóna króna sekt. Hér fyrir ofan má sjá atvikið. Mathieu van der Poel er áfram í gulu treyjunni eftir fimm keppnisleiðir en ríkjandi meistari, Tadej Pogacar, átti mjög góðan dag og náði henni næstum því af honum. @TamauPogi the boss! The title-holder made the most of the first TT of the #TDF2021 to build a gap over his main rivals! @mathieuvdpoel performs brilliantly to retain the @MaillotjauneLCL! The highlights of the 5th stage! pic.twitter.com/bmY7zNocIo— Tour de France (@LeTour) June 30, 2021
Hjólreiðar Frakkland Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira