Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 11:40 Skriðan féll úr lóni sem notuð er fyrir snjóframleiðslu, og féll hún rétt sunnan við skíðalyftuna. Viggó Jónsson Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. „Þetta er eins og þessar aurskriður verða, þetta er helvíti mikill aur hérna niður hlíðina. Það er alveg ljóst,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Skriðan hafi fallið úr svokölluðu lóni uppi í fjalli þar sem upptakan er fyrir snjóframleiðslu. Viggó Jónsson Viggó segir að um talsverðar skemmdir sé að ræða á svæðinu, þó að bæði skíðalyfta og hús hafi sloppið. „Það þarf mikið að hreinsa, grjóthreina og koma þessu í horf. Þetta er rétt sunnan við lyftuna. Það er svæðið sjálft sem hefur orðið fyrir skemmdum. Það var búið að græða þetta upp, slétta og gera fínt. Nú er þetta bara drulla, grjót. Það þarf bara að hreinsa og græða það upp aftur. Það er bara eins og það er.“ Viggó segir tjónið því fyrst og fremst í formi vinnustunda og vélavinnu. Stefnt sé að því að koma svæðinu í lag fyrir komandi skíðatímabil. „Menn fara ekkert að leggja árar í bát hérna.“ Tilkynnt var um að aurskriða hafi fallið sunnar í Skagafirði í gær, í Varmahlíð, þar sem tvö hús færðust til. Skagafjörður Skíðasvæði Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Aurskriða olli skemmdum á skíðasvæðinu í Tindastóli Í morgun barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðið í Tindastóli. Ljóst er að skemmdir hafa orðið á svæðinu. 30. júní 2021 11:18 Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30. júní 2021 06:31 Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 29. júní 2021 17:17 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Þetta er eins og þessar aurskriður verða, þetta er helvíti mikill aur hérna niður hlíðina. Það er alveg ljóst,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Skriðan hafi fallið úr svokölluðu lóni uppi í fjalli þar sem upptakan er fyrir snjóframleiðslu. Viggó Jónsson Viggó segir að um talsverðar skemmdir sé að ræða á svæðinu, þó að bæði skíðalyfta og hús hafi sloppið. „Það þarf mikið að hreinsa, grjóthreina og koma þessu í horf. Þetta er rétt sunnan við lyftuna. Það er svæðið sjálft sem hefur orðið fyrir skemmdum. Það var búið að græða þetta upp, slétta og gera fínt. Nú er þetta bara drulla, grjót. Það þarf bara að hreinsa og græða það upp aftur. Það er bara eins og það er.“ Viggó segir tjónið því fyrst og fremst í formi vinnustunda og vélavinnu. Stefnt sé að því að koma svæðinu í lag fyrir komandi skíðatímabil. „Menn fara ekkert að leggja árar í bát hérna.“ Tilkynnt var um að aurskriða hafi fallið sunnar í Skagafirði í gær, í Varmahlíð, þar sem tvö hús færðust til.
Skagafjörður Skíðasvæði Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Aurskriða olli skemmdum á skíðasvæðinu í Tindastóli Í morgun barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðið í Tindastóli. Ljóst er að skemmdir hafa orðið á svæðinu. 30. júní 2021 11:18 Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30. júní 2021 06:31 Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 29. júní 2021 17:17 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Aurskriða olli skemmdum á skíðasvæðinu í Tindastóli Í morgun barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðið í Tindastóli. Ljóst er að skemmdir hafa orðið á svæðinu. 30. júní 2021 11:18
Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30. júní 2021 06:31
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 29. júní 2021 17:17