Þjáningarþríburar fylgdust að á öllum skólastigum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:12 Strákarnir hafa verið nær límdir við hvorn annan frá því þeir byrjuðu skólagöngu sína. Aðsend/Jón Friðrik Þríburarnir Jón Friðrik, Kristján og Þór Guðjónssynir útskrifuðust um helgina með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Bræðurnir hafa fylgst að í gegn um öll skólastig en Jón Friðrik segir þá bræður aldrei hafa ákveðið það saman hvaða skóli eða nám yrði fyrir valinu. „Heilt yfir var þægilegt að það var stutt í næsta mann ef maður var stopp í einhverju. Það var fínt að hafa þjáningarbræður með sér í þessu, bókstaflega,“ segir Jón Friðrik í samtali við fréttastofu. „Maður var stundum uppi í skóla að læra en svo fór maður heim, tók pásu og hélt áfram að læra um kvöldið. Þá var stutt í aðstoð ef maður var stopp og maður gat rætt hitt og þetta og fengið meira út úr því hugsa ég,“ segir Jón Friðrik. Jón Friðrik, Kristján og Þór voru saman í bekk í Versló og fylgdust svo áfram að í háskóla.Aðsend/Jón Friðrik Bræðurnir fylgdust ekki aðeins að í verkfræðinni heldur voru þeir eins og ber að skilja samferða í gegn um grunnskólann, þó þeir hafi ekki alltaf verið í sama bekk. Þeir voru allir í handbolta og fótbola, áttu sömu vini og svipuð áhugamál. Bræðurnir fóru svo allir í Verslunarskóla Íslands þegar að því kom og þar var fátt sem skildi þá að. „Við ákváðum ekki í sameiningu að velja Versló eða velja iðnaðarverkfræði í HÍ þegar við fórum í nám. Við vorum bara í sitthvoru horninu og tókum ákvörðun fyrir okkur sjálfa. Við völdum allir náttúrufræði-eðlisfræðibraut í Versló og völdum allir þýsku sem þriðja tungumál líka þannig að við enduðum allir í sama bekk í Versló,“ segir Jón. Samkeppnin var af hinu góða Að loknum menntaskóla tók svo við val um hvað tæki við. Eins og áður hefur verið getið varð iðnaðarverkfræði fyrir valinu hjá öllum þremur og segir Jón Friðrik að það hafi vakið einhverja athygli til að byrja með en spennan við það hafi fljótt dáið út. Bræðurnir útskrifuðust allir þrír með bakkalárgráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands síðasta laugardag.Aðsend/Jón Friðrik „Já, við vorum í sama vinahópi í verkfræðinni. En maður þekkti furðumikið af fólki fyrir en við vorum í sama hópi þar. Þetta vakti einhverja athygli fyrst, maður heyrði að það var kannski eitthvað rætt fyrstu mánuðina en fólk var fljótt farið að venjast þessu. Ég held að það hafi allir vitað það eftir fyrstu vikuna, svona slúður fer um eins og eldur í sinu,“ segir Jón. Hann segir það hafa verið gott aðhald að hafa bræður sína samferða sér í náminu. Samkeppnin hafi verið einhver. „En ég held að það hafi bara verið heilbrigð samkeppni. Hún var af hinu góða, þetta var engin geðveiki. Maður var stundum að bera saman einkunnir en það var alltaf af hinu góða. Ég held að það hafi líka verið góður hvati til að gera betur en næsti bróðir,“ segir Jón Friðrik. „Mamma eða pabbi myndu segja nei“ En hvað tekur svo við? Þeir bræður hafa allir ákveðið að taka sér árspásu frá námi, enda hafa þeir setið á skólabekk frá því þeir voru sex ára gamlir. Hér má sjá bræðurna daginn sem þeir útskrifuðust úr grunnskóla.Aðsend/Jón Friðrik „Ég held að við séum allir að stefna að því að fara í nám út, í master. En ég get alveg sagt þér það að það verður ekki það sama. Ég held að ef kemur að því held ég að mamma eða pabbi myndu segja nei. Við erum ekki að fara að velja sama nám,“ segir Jón. Hann segist halda að áhugasvið þeirra innan verkfræðinnar liggi á mismunandi sviðum. „Við höfum allir veturinn til að skoða skóla og ákveða hvað við viljum læra. Annars erum við alveg blautir á bak við eyrun á vinnumarkaðinum þannig að kannski lærum við líka eða vitum meira eftir ár af vinnu hvað við viljum læra og hvað við viljum ekki læra. Ég held að sjóndeildarhringur okkar allra muni víkka í vetur, við erum allir búnir að sitja á skólabekk í ég veit ekki hvað mörg ár. Þannig að maður reynir að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Jón. Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Sjá meira
„Heilt yfir var þægilegt að það var stutt í næsta mann ef maður var stopp í einhverju. Það var fínt að hafa þjáningarbræður með sér í þessu, bókstaflega,“ segir Jón Friðrik í samtali við fréttastofu. „Maður var stundum uppi í skóla að læra en svo fór maður heim, tók pásu og hélt áfram að læra um kvöldið. Þá var stutt í aðstoð ef maður var stopp og maður gat rætt hitt og þetta og fengið meira út úr því hugsa ég,“ segir Jón Friðrik. Jón Friðrik, Kristján og Þór voru saman í bekk í Versló og fylgdust svo áfram að í háskóla.Aðsend/Jón Friðrik Bræðurnir fylgdust ekki aðeins að í verkfræðinni heldur voru þeir eins og ber að skilja samferða í gegn um grunnskólann, þó þeir hafi ekki alltaf verið í sama bekk. Þeir voru allir í handbolta og fótbola, áttu sömu vini og svipuð áhugamál. Bræðurnir fóru svo allir í Verslunarskóla Íslands þegar að því kom og þar var fátt sem skildi þá að. „Við ákváðum ekki í sameiningu að velja Versló eða velja iðnaðarverkfræði í HÍ þegar við fórum í nám. Við vorum bara í sitthvoru horninu og tókum ákvörðun fyrir okkur sjálfa. Við völdum allir náttúrufræði-eðlisfræðibraut í Versló og völdum allir þýsku sem þriðja tungumál líka þannig að við enduðum allir í sama bekk í Versló,“ segir Jón. Samkeppnin var af hinu góða Að loknum menntaskóla tók svo við val um hvað tæki við. Eins og áður hefur verið getið varð iðnaðarverkfræði fyrir valinu hjá öllum þremur og segir Jón Friðrik að það hafi vakið einhverja athygli til að byrja með en spennan við það hafi fljótt dáið út. Bræðurnir útskrifuðust allir þrír með bakkalárgráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands síðasta laugardag.Aðsend/Jón Friðrik „Já, við vorum í sama vinahópi í verkfræðinni. En maður þekkti furðumikið af fólki fyrir en við vorum í sama hópi þar. Þetta vakti einhverja athygli fyrst, maður heyrði að það var kannski eitthvað rætt fyrstu mánuðina en fólk var fljótt farið að venjast þessu. Ég held að það hafi allir vitað það eftir fyrstu vikuna, svona slúður fer um eins og eldur í sinu,“ segir Jón. Hann segir það hafa verið gott aðhald að hafa bræður sína samferða sér í náminu. Samkeppnin hafi verið einhver. „En ég held að það hafi bara verið heilbrigð samkeppni. Hún var af hinu góða, þetta var engin geðveiki. Maður var stundum að bera saman einkunnir en það var alltaf af hinu góða. Ég held að það hafi líka verið góður hvati til að gera betur en næsti bróðir,“ segir Jón Friðrik. „Mamma eða pabbi myndu segja nei“ En hvað tekur svo við? Þeir bræður hafa allir ákveðið að taka sér árspásu frá námi, enda hafa þeir setið á skólabekk frá því þeir voru sex ára gamlir. Hér má sjá bræðurna daginn sem þeir útskrifuðust úr grunnskóla.Aðsend/Jón Friðrik „Ég held að við séum allir að stefna að því að fara í nám út, í master. En ég get alveg sagt þér það að það verður ekki það sama. Ég held að ef kemur að því held ég að mamma eða pabbi myndu segja nei. Við erum ekki að fara að velja sama nám,“ segir Jón. Hann segist halda að áhugasvið þeirra innan verkfræðinnar liggi á mismunandi sviðum. „Við höfum allir veturinn til að skoða skóla og ákveða hvað við viljum læra. Annars erum við alveg blautir á bak við eyrun á vinnumarkaðinum þannig að kannski lærum við líka eða vitum meira eftir ár af vinnu hvað við viljum læra og hvað við viljum ekki læra. Ég held að sjóndeildarhringur okkar allra muni víkka í vetur, við erum allir búnir að sitja á skólabekk í ég veit ekki hvað mörg ár. Þannig að maður reynir að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Jón.
Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Sjá meira