Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir dreymir um að keppa á Ólympíuleikunum en fyrst þarf hún að laga á sér skrokkinn. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira