„Við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks“ Atli Arason skrifar 20. júní 2021 22:32 Sævar Atli með boltann fyrr í sumar. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, var augljóslega svekktur með 1-0 tapið gegn Keflavík er hann kom í viðtal við Vísi strax eftir leik. „Þetta er súrt. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel. Þeir áttu fyrstu 10 mínúturnar, við vorum lengi í gang og þeir skora úr föstu leikatriði sem við eigum klárlega að gera betur. Síðan er þetta jafnt, alveg stál í stál í fyrri hálfleik. Síðan komum við út í seinni hálfleik og erum þar miklu betri. Þeir liggja djúpt og við fengum 2-3 mjög góð færi til að jafna þennan leik en það datt ekki með okkur í dag,“ sagði Sævar Atli. Leiknir var eins og Sævar segir rosalega lengi í gang í dag. Keflavík átti öll hættulegu færi leiksins á fyrstu mínútunum. Leiknismenn sýndu lítið fram á við og það var ekki fyrr en á 75. mínútu leiksins þar sem fyrsta skot Leiknis á markramma Keflavíkur kemur. Sævar var spurður að því af hverju þeir voru svona lengi að komast í gang. „Ég veit það ekki. Mér fannst við alveg vera gíraðir í upphitun og svona en það er ekki hægt að taka mark á því. Þetta er góð spurning því við þurfum klárlega að gera betur í þessu því að við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks,“ svaraði Sævar. Eftir flotta byrjun á mótinu hefur aðeins hallað undir hjá Leikni sem kom inn í þennan leik með tvö töp á bakinu. Gæti verið að töpin í undanförnum leikjum hafi setið eitthvað í Leiknismönnum í dag? „Nei alls ekki. Mér fannst við spila vel á móti HK í leik sem við töpuðum. KR leikurinn var algjörlega off en seinni hálfleikurinn í dag er góður. Ég hef engar áhyggjur, við þurfum bara að skora fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, að lokum. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Sjá meira
„Þetta er súrt. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel. Þeir áttu fyrstu 10 mínúturnar, við vorum lengi í gang og þeir skora úr föstu leikatriði sem við eigum klárlega að gera betur. Síðan er þetta jafnt, alveg stál í stál í fyrri hálfleik. Síðan komum við út í seinni hálfleik og erum þar miklu betri. Þeir liggja djúpt og við fengum 2-3 mjög góð færi til að jafna þennan leik en það datt ekki með okkur í dag,“ sagði Sævar Atli. Leiknir var eins og Sævar segir rosalega lengi í gang í dag. Keflavík átti öll hættulegu færi leiksins á fyrstu mínútunum. Leiknismenn sýndu lítið fram á við og það var ekki fyrr en á 75. mínútu leiksins þar sem fyrsta skot Leiknis á markramma Keflavíkur kemur. Sævar var spurður að því af hverju þeir voru svona lengi að komast í gang. „Ég veit það ekki. Mér fannst við alveg vera gíraðir í upphitun og svona en það er ekki hægt að taka mark á því. Þetta er góð spurning því við þurfum klárlega að gera betur í þessu því að við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks,“ svaraði Sævar. Eftir flotta byrjun á mótinu hefur aðeins hallað undir hjá Leikni sem kom inn í þennan leik með tvö töp á bakinu. Gæti verið að töpin í undanförnum leikjum hafi setið eitthvað í Leiknismönnum í dag? „Nei alls ekki. Mér fannst við spila vel á móti HK í leik sem við töpuðum. KR leikurinn var algjörlega off en seinni hálfleikurinn í dag er góður. Ég hef engar áhyggjur, við þurfum bara að skora fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, að lokum.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Sjá meira