Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 08:35 Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Varsjá í gær, þeirri fyrstu frá árinu 2019. Getty/Attila Husejnow Þúsundir gengu í gleðigöngu í Varsjá í gær og var þetta stærsti hinseginviðburður í sögu Póllands. Gangan er talið merki um andstöðu gegn yfirvöldum en hinseginréttindum hefur farið mikið aftur undanfarin ár. Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina. Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina.
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59
Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37