Þórdís og Haraldur etja kappi í Norðvesturkjördæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 14:31 Þórdís Kolbrún og Haraldur sækjast bæði eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar. Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Haraldur Benediktsson, þingmaður og bóndi, en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Haraldur hefur tilkynnt það að hljóti hann ekki kjör í oddvitasætið muni hann ekki taka sæti á listanum. Hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það og hafa sérstaklega Sjálfstæðiskonur gagnrýnt hann og meðal annars sakað hann um að standa í hótunum við samflokksmenn sína og kjósendur. Haraldur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýnin kæmi sér á óvart. Honum þyki það eðlilegur hlutur að tapi leiðtogi flokksins í kjördæminu oddvitasæti stígi hann til hliðar og hleypi nýjum leiðtoga að. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, matreiðslumaður og ráðgjafi, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá sækist Teitur Björn Einarsson, lögmaður og 1. varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir öðru sæti á listanum. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, sveitarstjórnarfulltrúi og aðalmaður byggðarráðs í Húnaþingi vestra, sækist eftir 3. til 4. sæti á listanum. Bjarni Pétur Marel Jónasson sækist eftir fjórða sæti á listanum auk þess sem Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, sækist eftir sama sæti. Þá sækjast Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, og Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi, eftir sæti á listanum. Kosið er á sautján stöðum í kjördæminu og verða allir kjörstaðir opnir bæði í dag og á laugardag. Opnunartímar eru breytilegir eftir kjörstöðum en hægt er að kynna sér opnunartíma þeirra nánar hér. Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Haraldur Benediktsson, þingmaður og bóndi, en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Haraldur hefur tilkynnt það að hljóti hann ekki kjör í oddvitasætið muni hann ekki taka sæti á listanum. Hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það og hafa sérstaklega Sjálfstæðiskonur gagnrýnt hann og meðal annars sakað hann um að standa í hótunum við samflokksmenn sína og kjósendur. Haraldur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýnin kæmi sér á óvart. Honum þyki það eðlilegur hlutur að tapi leiðtogi flokksins í kjördæminu oddvitasæti stígi hann til hliðar og hleypi nýjum leiðtoga að. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, matreiðslumaður og ráðgjafi, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá sækist Teitur Björn Einarsson, lögmaður og 1. varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir öðru sæti á listanum. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, sveitarstjórnarfulltrúi og aðalmaður byggðarráðs í Húnaþingi vestra, sækist eftir 3. til 4. sæti á listanum. Bjarni Pétur Marel Jónasson sækist eftir fjórða sæti á listanum auk þess sem Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, sækist eftir sama sæti. Þá sækjast Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, og Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi, eftir sæti á listanum. Kosið er á sautján stöðum í kjördæminu og verða allir kjörstaðir opnir bæði í dag og á laugardag. Opnunartímar eru breytilegir eftir kjörstöðum en hægt er að kynna sér opnunartíma þeirra nánar hér.
Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40
Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51