„Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 14:31 Adam Szalai og Hjammi voru báðir á Evrópumótinu 2016 þar sem Szalai kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Ungverja og Íslendinga. Hann er fyrirliði Ungverja á EM í ár. Samsett/Getty Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og strandblakliðseigandi, var svo sannarlega ekki hrifinn af fyrirliða Ungverja, Ádám Szalai, í tapinu gegn Portúgölum á EM í gær. Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira